25:1 Þeir Davíð og hershöfðingjarnir tóku og frá til þjónustu niðja Asafs, Hemans og Jedútúns, er að spámannahætti lofuðu Guð með gígjum, hörpum og skálabumbum. Og tala þeirra, er starf höfðu við þessa þjónustu, var:
25:2 Af Asafsniðjum: Sakkúr, Jósef, Netanja og Asarela, synir Asafs, undir stjórn Asafs, er lék eins og spámaður eftir fyrirsögn konungs.
25:3 Af Jedútún: Synir Jedútúns: Gedalja, Serí, Jesaja, Hasabja, Mattitja, Símeí, sex alls, undir stjórn Jedútúns föður síns, er lék á gígju eins og spámaður, þá er lofa skyldi Drottin og vegsama hann.
25:5 Allir þessir voru synir Hemans, sjáanda konungs, er horn skyldu hefja að boði Guðs. Og Guð gaf Heman fjórtán sonu og þrjár dætur.
25:6 Allir þessir voru við sönginn í musteri Drottins undir stjórn föður þeirra með skálabumbur, hörpur og gígjur til þess að gegna þjónustu í musteri Guðs undir forustu konungs, Asafs, Jedútúns og Hemans.
25:7 Og talan á þeim og frændum þeirra, er lærðir voru í ljóðum Drottins, og allir voru vel að sér, var tvö hundruð áttatíu og átta.
25:8 Og þeir vörpuðu hlutkesti um starfið, yngri sem eldri, kennarar sem lærisveinar.
25:9 Fyrsti hlutur fyrir Asaf féll á Jósef, sonu hans og bræður, tólf alls, annar á Gedalja, sonu hans og bræður, tólf alls,
25:10 þriðji á Sakkúr, sonu hans og bræður, tólf alls,
25:11 fjórði á Jísrí, sonu hans og bræður, tólf alls,
25:12 fimmti á Netanja, sonu hans og bræður, tólf alls,
25:13 sjötti á Búkkía, sonu hans og bræður, tólf alls,
25:14 sjöundi á Jesarela, sonu hans og bræður, tólf alls,
25:15 áttundi á Jesaja, sonu hans og bræður, tólf alls,
25:16 níundi á Mattanja, sonu hans og bræður, tólf alls,
25:17 tíundi á Símeí, sonu hans og bræður, tólf alls,
25:18 ellefti á Asareel, sonu hans og bræður, tólf alls,
25:19 tólfti á Hasabja, sonu hans og bræður, tólf alls,
25:20 þrettándi á Súbael, sonu hans og bræður, tólf alls,
25:21 fjórtándi á Mattitja, sonu hans og bræður, tólf alls,
25:22 fimmtándi á Jeremót, sonu hans og bræður, tólf alls,
25:23 sextándi á Hananja, sonu hans og bræður, tólf alls,
25:24 seytjándi á Josbekasa, sonu hans og bræður, tólf alls,
25:25 átjándi á Hananí, sonu hans og bræður, tólf alls,
25:26 nítjándi á Mallótí, sonu hans og bræður, tólf alls,
25:27 tuttugasti á Elíjata, sonu hans og bræður, tólf alls,
25:28 tuttugasti og fyrsti á Hótír, sonu hans og bræður, tólf alls,
25:29 tuttugasti og annar á Giddaltí, sonu hans og bræður, tólf alls,
25:30 tuttugasti og þriðji á Mahasíót, sonu hans og bræður, tólf alls,
25:31 tuttugasti og fjórði á Rómamtí Eser, sonu hans og bræður, tólf alls.