28:20 Síðan mælti Davíð við Salómon son sinn: ,,Ver hughraustur og öruggur og kom þessu til framkvæmdar. Óttast ekki og lát eigi hugfallast, því að Drottinn Guð, Guð minn, mun vera með þér. Hann mun eigi sleppa af þér hendinni og eigi yfirgefa þig, uns lokið er öllum störfum til þjónustugjörðar í musteri Drottins.
28:21 Hér eru og prestaflokkar og levíta til alls konar þjónustu við musteri Guðs, og hjá þér eru menn til alls konar starfa, verkhyggnir menn, fúsir til allra starfa, og enn fremur hlýða höfðingjarnir og allur lýðurinn öllum skipunum þínum.``