Bad Advertisement?

News / Reviews:
  • World News
  • Movie Reviews
  • Book Search

    Are you a Christian?

    Online Store:
  • Visit Our eBay Store



  • ICELANDIC BIBLE - 1KINGS 17

    PREVIOUS CHAPTER - NEXT CHAPTER - HELP


    17:1 Elía Tisbíti, frá Tisbe í Gíleað, sagði við Akab: ,,Svo sannarlega sem Drottinn, Guð Ísraels, lifir, sá er ég þjóna, skal þessi árin hvorki drjúpa dögg né regn, nema ég segi.``

    17:2 Og orð Drottins kom til hans, svolátandi:

    17:3 ,,Far þú héðan og hald austur á bóginn, og fel þig við lækinn Krít, sem er fyrir austan Jórdan.

    17:4 Og þú skalt drekka úr læknum, og hröfnunum hefi ég boðið að fæða þig þar.``

    17:5 Hann gjörði sem Drottinn bauð honum, fór og settist að við lækinn Krít, sem er fyrir austan Jórdan.

    17:6 Og hrafnarnir færðu honum brauð og kjöt á morgnana og brauð og kjöt á kveldin, og úr læknum drakk hann.

    17:7 En eftir nokkurn tíma þornaði lækurinn upp, því að eigi hafði komið skúr á jörð.

    17:8 Þá kom orð Drottins til hans, svolátandi:

    17:9 ,,Tak þig upp og far til Sarefta, sem tilheyrir Sídon, og sest þar að. Sjá, ég hefi boðið ekkju nokkurri þar að fæða þig.``

    17:10 Þá tók hann sig upp og fór til Sarefta. Og er hann kom að borgarhliðinu, var ekkja þar að tína saman viðarkvisti. Hann kallaði til hennar og mælti: ,,Sæk þú mér dálítið af vatni í ílátinu, að ég megi drekka.``

    17:11 Og hún fór að sækja það, en hann kallaði á eftir henni og mælti: ,,Færðu mér líka brauðbita.``

    17:12 Hún svaraði: ,,Svo sannarlega sem Drottinn, Guð þinn, lifir, á ég enga köku til, heldur aðeins hnefa mjöls í skjólu og lítið eitt af viðsmjöri í krús. Og sjá, ég er að tína saman fáeina viðarkvisti. Síðan ætla ég heim og matbúa þetta handa mér og syni mínum, að við megum eta það og deyja síðan.``

    17:13 En Elía sagði við hana: ,,Óttast ekki! Far þú heim og gjör sem þú sagðir. Gjör þú mér samt fyrst litla köku af því og fær mér út hingað, en matreið síðan handa þér og syni þínum.

    17:14 Því að svo segir Drottinn, Guð Ísraels: Mjölskjólan skal eigi tóm verða og viðsmjörið í krúsinni ekki þrjóta, allt til þess dags, er Drottinn gefur regn á jörð.``

    17:15 Þá fór hún og gjörði eins og Elía hafði sagt, og hún hafði nóg að eta, bæði hún og hann og sonur hennar, um langa hríð.

    17:16 Mjölskjólan varð ekki tóm og viðsmjörið í krúsinni þraut ekki, samkvæmt orði Drottins, því er hann hafði talað fyrir munn Elía.

    17:17 Eftir þetta bar svo við, að sonur húsfreyju sýktist, og elnaði honum svo mjög sóttin, að hann dró eigi lengur andann.

    17:18 Þá mælti hún við Elía: ,,Hvað á ég saman við þig að sælda, guðsmaður? Þú ert til mín kominn til að minna á misgjörð mína og til að láta son minn deyja.``

    17:19 En Elía sagði við hana: ,,Fá þú mér son þinn.`` Og hann tók hann úr kjöltu hennar og bar hann upp á loft, þar sem hann hafðist við, og lagði hann í rekkju sína.

    17:20 Og hann kallaði til Drottins og mælti: ,,Drottinn, Guð minn, ætlar þú líka að fara svo illa með ekkjuna, sem ég gisti hjá, að láta son hennar deyja?``

    17:21 Og hann teygði sig þrisvar yfir sveininn og kallaði til Drottins og mælti: ,,Drottinn, Guð minn, lát sál þessa sveins aftur til hans hverfa!``

    17:22 Og Drottinn heyrði bæn Elía, og sál sveinsins kom aftur í hann, svo að hann lifnaði við.

    17:23 En Elía tók sveininn og bar hann ofan af loftinu niður í húsið og fékk hann móður hans. Og Elía mælti: ,,Sjá þú, sonur þinn er lifandi.``

    17:24 Þá sagði konan við Elía: ,,Nú veit ég, að þú ert guðsmaður og að orð Drottins í munni þínum er sannleikur.``

    GOTO NEXT CHAPTER - BIBLE INDEX & SEARCH

    God Rules.NET
    Search 100+ volumes of books at one time. Luther Bible Search Engine. Elberfelder Bible Search Engine. German SCH Bible Search Engine