19:20 Þá skildi hann eftir yxnin, rann eftir Elía og mælti: ,,Leyf þú mér fyrst að minnast við föður minn og móður, síðan skal ég fara með þér.`` Elía svaraði honum: ,,Far og snú aftur, en mun hvað ég hefi gjört þér.``
19:21 Þá sneri hann aftur og skildi við hann, tók sameykin og slátraði þeim og sauð kjötið af þeim við aktygin af yxnunum og gaf fólkinu að eta. Síðan tók hann sig upp og fór á eftir Elía og gjörðist þjónn hans.