Bad Advertisement?

News / Reviews:
  • World News
  • Movie Reviews
  • Book Search

    Are you a Christian?

    Online Store:
  • Visit Our eBay Store



  • ICELANDIC BIBLE - 1KINGS 4

    PREVIOUS CHAPTER - NEXT CHAPTER - HELP


    4:1 Salómon konungur var konungur yfir öllum Ísrael, og

    4:2 þessir voru æðstu embættismenn hans: Asarja Sadóksson var prestur,

    4:3 Elíhóref og Ahía Sísasynir voru kanslarar, Jósafat Ahílúðsson var ríkisritari,

    4:4 Benaja Jójadason var yfir hernum, Sadók og Abjatar voru prestar,

    4:5 Asarja Natansson var yfir fógetunum, Sabúð Natansson var prestur og vinur konungs.

    4:6 Ahísar var stallari, Adóníram Abdason var yfir kvaðarmönnum.

    4:7 Salómon hafði tólf fógeta yfir öllum Ísrael. Skyldu þeir birgja konung og hirð hans að vistum sinn mánuðinn hver á ári hverju.

    4:8 Og þetta eru nöfn þeirra: Ben Húr á Efraímfjöllum,

    4:9 Ben Deker í Makas og í Saalbím og Bet Semes og Elon, allt að Bet Hanan.

    4:10 Ben Heseð í Arúbbót, honum tilheyrði Sókó og allt Heferland,

    4:11 Ben Abínadab hafði allt Dórhálendi, átti hann Tafat, dóttur Salómons fyrir konu.

    4:12 Baana Ahílúðsson: Taanak og Megiddó og allt Bet Sean, sem liggur hjá Saretan fyrir neðan Jesreel, frá Bet Sean til Abel Mehóla, allt vestur fyrir Jokmeam,

    4:13 Ben Geber í Ramót í Gíleað, honum tilheyrðu þorp Jaírs Manassesonar í Gíleað og landsspildan Argób í Basan, sextíu stórar borgir, með múrveggjum og slagbröndum af eiri,

    4:14 Ahínadab Íddóson í Mahanaím,

    4:15 Akímaas í Naftalí, hann hafði og gengið að eiga Basmat, dóttur Salómons.

    4:16 Baana Húsaíson í Asser og Bealót,

    4:17 Jósafat Parúason í Íssakar,

    4:18 Símeí Elason í Benjamín,

    4:19 Geber Úríson í Gíleaðlandi, landi Síhons Amorítakonungs og Ógs, konungs í Basan. Og einn fógeti var í Júda.

    4:20 Júda og Ísrael voru fjölmennir, sem sandur á sjávarströndu, þeir átu og drukku og voru glaðir.

    4:21 Salómon drottnaði yfir öllum konungaríkjum frá Efrat til Filistalands og til landamæra Egyptalands. Færðu þeir Salómon skatt og voru þegnskyldir honum alla ævi hans.

    4:22 Og Salómon þurfti daglega til matar þrjátíu kór af hveiti og sextíu kór af mjöli,

    4:23 tíu alda uxa og tuttugu uxa haggenga og hundrað sauði, auk hjarta, skógargeita, dáhjarta og alifugla.

    4:24 Því að hann réð yfir öllu landi fyrir vestan Efrat, frá Tífsa til Gasa, yfir öllum konungum fyrir vestan Efrat, og hafði frið á allar hliðar hringinn í kring,

    4:25 svo að Júda og Ísrael bjuggu öruggir, hver maður undir sínu víntré og fíkjutré, frá Dan til Beerseba, alla ævi Salómons.

    4:26 Og Salómon hafði fjörutíu þúsund vagnhesta og tólf þúsund ríðandi menn.

    4:27 Og fógetar þessir birgðu Salómon konung að vistum og alla þá, er komu að borði Salómons konungs, sinn mánuðinn hver. Létu þeir ekkert skorta.

    4:28 Og bygg og hey handa akhestunum og gæðingunum fluttu þeir þangað, er hann var, hver eftir því sem honum bar.

    4:29 Og Guð veitti Salómon afar mikla speki og visku og djúpsæi andans, sem sandur er margur á sjávarströnd,

    4:30 og speki Salómons var meiri en speki allra austurbyggja og öll speki Egyptalands.

    4:31 Og hann var allra manna vitrastur, vitrari en Etan Esrahíti og Heman og Kalkól og Darda Mahólssynir, og hann var nafnfrægur með öllum þjóðum umhverfis.

    4:32 Hann mælti þrjú þúsund orðskviðu, og ljóð hans voru eitt þúsund og fimm að tölu.

    4:33 Og hann talaði um trén, allt frá sedrustrjánum á Líbanon til ísópsins, sem sprettur á múrveggnum. Og hann talaði um fénað og fugla, orma og fiska,

    4:34 og menn komu af öllum þjóðum til þess að heyra speki Salómons, frá öllum konungum jarðarinnar, er heyrðu speki hans getið.

    GOTO NEXT CHAPTER - BIBLE INDEX & SEARCH

    God Rules.NET
    Search 100+ volumes of books at one time. Luther Bible Search Engine. Elberfelder Bible Search Engine. German SCH Bible Search Engine