Bad Advertisement?

News / Reviews:
  • World News
  • Movie Reviews
  • Book Search

    Are you a Christian?

    Online Store:
  • Visit Our eBay Store



  • ICELANDIC BIBLE - 1THESSALONIANS 5

    PREVIOUS CHAPTER - NEXT CHAPTER - HELP


    5:1 En um tíma og tíðir hafið þér, bræður, ekki þörf á að yður sé skrifað.

    5:2 Þér vitið það sjálfir gjörla, að dagur Drottins kemur sem þjófur á nóttu.

    5:3 Þegar menn segja: ,,Friður og engin hætta``, þá kemur snögglega tortíming yfir þá, eins og jóðsótt yfir þungaða konu. Og þeir munu alls ekki undan komast.

    5:4 En þér, bræður, eruð ekki í myrkri, svo að dagurinn geti komið yfir yður sem þjófur.

    5:5 Þér eruð allir synir ljóssins og synir dagsins. Vér heyrum ekki nóttunni til né myrkrinu.

    5:6 Vér skulum þess vegna ekki sofa eins og aðrir, heldur vökum og verum algáðir.

    5:7 Þeir, sem sofa, sofa á nóttunni og þeir, sem drekka sig drukkna, drekka á nóttunni.

    5:8 En vér, sem heyrum deginum til, skulum vera algáðir, klæddir brynju trúar og kærleika og von hjálpræðis sem hjálmi.

    5:9 Guð hefur ekki ætlað oss til að verða reiðinni að bráð, heldur til að öðlast sáluhjálp fyrir Drottin vorn Jesú Krist,

    5:10 sem dó fyrir oss, til þess að vér mættum lifa með honum, hvort sem vér vökum eða sofum.

    5:11 Áminnið því hver annan og uppbyggið hver annan, eins og þér og gjörið.

    5:12 Vér biðjum yður, bræður, að sýna þeim viðurkenningu, sem erfiða á meðal yðar og veita yður forstöðu í Drottni og áminna yður.

    5:13 Auðsýnið þeim sérstaka virðingu og kærleika fyrir verk þeirra. Lifið í friði yðar á milli.

    5:14 Vér áminnum yður, bræður: Vandið um við þá, sem óreglusamir eru, hughreystið ístöðulitla, takið að yður þá, sem óstyrkir eru, verið langlyndir við alla.

    5:15 Gætið þess, að enginn gjaldi neinum illt með illu, en keppið ávallt eftir hinu góða, bæði hver við annan og við alla aðra.

    5:16 Verið ætíð glaðir.

    5:17 Biðjið án afláts.

    5:18 Þakkið alla hluti, því að það er vilji Guðs með yður í Kristi Jesú.

    5:19 Slökkvið ekki andann.

    5:20 Fyrirlítið ekki spádómsorð.

    5:21 Prófið allt, haldið því, sem gott er.

    5:22 En forðist allt illt, í hvaða mynd sem er.

    5:23 En sjálfur friðarins Guð helgi yður algjörlega og andi yðar, sál og líkami varðveitist alheil og vammlaus við komu Drottins vors Jesú Krists.

    5:24 Trúr er sá, er yður kallar, hann mun koma þessu til leiðar.

    5:25 Bræður, biðjið fyrir oss!

    5:26 Heilsið öllum bræðrunum með heilögum kossi.

    5:27 Ég bið og brýni yður í Drottins nafni, að þér látið lesa bréf þetta upp fyrir öllum bræðrunum.

    GOTO NEXT CHAPTER - BIBLE INDEX & SEARCH

    God Rules.NET
    Search 100+ volumes of books at one time. Luther Bible Search Engine. Elberfelder Bible Search Engine. German SCH Bible Search Engine