Bad Advertisement?

News / Reviews:
  • World News
  • Movie Reviews
  • Book Search

    Are you a Christian?

    Online Store:
  • Visit Our eBay Store



  • ICELANDIC BIBLE - 2KINGS 1

    PREVIOUS CHAPTER - NEXT CHAPTER - HELP


    1:1 Eftir dauða Akabs braust Móab undan Ísrael.

    1:2 Ahasía féll ofan um grindurnar á loftsal sínum í Samaríu og varð sjúkur. Þá gjörði hann út sendimenn og sagði við þá: ,,Farið og gangið til frétta við Baal Sebúb, guðinn í Ekron, hvort ég muni heill verða af þessum sjúkdómi.``

    1:3 En engill Drottins sagði við Elía Tisbíta: ,,Tak þig upp og far á móti sendimönnum konungsins í Samaríu og seg við þá: ,Það er víst enginn guð til í Ísrael, úr því þér farið til þess að ganga til frétta við Baal Sebúb, guðinn í Ekron?

    1:4 Fyrir því segir Drottinn svo: Úr rekkjunni, sem þú nú ert lagstur í, skalt þú ekki rísa, heldur skalt þú deyja.``` Síðan fór Elía burt.

    1:5 Þá er sendimennirnir komu aftur til konungs, sagði hann við þá: ,,Hví eruð þér komnir aftur?``

    1:6 Þeir svöruðu honum: ,,Maður kom á móti oss og sagði við oss: ,Farið og snúið aftur heim til konungsins, er yður sendi, og segið við hann: Svo segir Drottinn: Það er víst enginn guð til í Ísrael, úr því þú sendir til þess að leita frétta hjá Baal Sebúb, guðinum í Ekron. Fyrir því skalt þú eigi rísa úr rekkjunni, sem þú nú ert lagstur í, heldur skalt þú deyja.```

    1:7 Þá mælti konungur við þá: ,,Hvernig var sá maður í hátt, sem kom á móti yður og talaði þessi orð við yður?``

    1:8 Þeir svöruðu honum: ,,Hann var í skinnfeldi og gyrður leðurbelti um lendar sér.`` Þá mælti hann: ,,Það hefir verið Elía frá Tisbe.``

    1:9 Þá sendi konungur fimmtíumannaforingja og fimmtíu menn hans með honum til Elía. Fór hann þá upp til hans _ en hann sat efst uppi á fjalli _ og sagði við hann: ,,Þú guðsmaður! Konungur segir: Kom þú ofan!``

    1:10 Elía svaraði og sagði við fimmtíumannaforingjann: ,,Sé ég guðsmaður, þá falli eldur af himni og eyði þér og þínum fimmtíu mönnum.`` Féll þá eldur af himni og eyddi honum og mönnum hans fimmtíu.

    1:11 Og konungur sendi aftur til hans annan fimmtíumannaforingja og fimmtíu menn hans með honum. Fór hann upp og sagði við hann: ,,Þú guðsmaður, svo segir konungur: Kom sem skjótast ofan!``

    1:12 En Elía svaraði og sagði við þá: ,,Sé ég guðsmaður, þá falli eldur af himni og eyði þér og þínum fimmtíu mönnum.`` Féll þá eldur Guðs af himni og eyddi honum og mönnum hans fimmtíu.

    1:13 Þá sendi konungur enn þriðja fimmtíumannaforingjann og fimmtíu menn hans með honum. Og fimmtíumannaforinginn þriðji fór upp, og er hann kom þangað, féll hann á kné fyrir Elía, grátbændi hann og mælti til hans: ,,Þú guðsmaður, þyrm nú lífi mínu og lífi þessara fimmtíu þjóna þinna.

    1:14 Sjá, eldur er fallinn af himni og hefir eytt báðum fyrri fimmtíumannaforingjunum og fimmtíu mönnum þeirra. En þyrm þú lífi mínu.``

    1:15 Þá sagði engill Drottins við Elía: ,,Far þú ofan með honum og ver óhræddur við hann.`` Stóð hann þá upp og fór ofan með honum til konungs

    1:16 og sagði við hann: ,,Svo segir Drottinn: Af því að þú gjörðir út sendimenn til þess að leita frétta hjá Baal Sebúb, guðinum í Ekron, _ það er víst enginn guð til í Ísrael, er leita megi frétta hjá _ þá skalt þú eigi rísa úr rekkjunni, sem þú nú ert lagstur í, heldur skalt þú deyja.``

    1:17 Og hann dó eftir orði Drottins, því er Elía hafði talað. Og Jóram bróðir hans tók ríki eftir hann á öðru ríkisári Jórams Jósafatssonar, konungs í Júda, því að hann átti engan son.

    1:18 En það sem meira er að segja um Ahasía, hvað hann gjörði, það er ritað í Árbókum Ísraelskonunga.

    GOTO NEXT CHAPTER - BIBLE INDEX & SEARCH

    God Rules.NET
    Search 100+ volumes of books at one time. Luther Bible Search Engine. Elberfelder Bible Search Engine. German SCH Bible Search Engine