Bad Advertisement?

News / Reviews:
  • World News
  • Movie Reviews
  • Book Search

    Are you a Christian?

    Online Store:
  • Visit Our eBay Store



  • ICELANDIC BIBLE - 2SAMUEL 5

    PREVIOUS CHAPTER - NEXT CHAPTER - HELP


    5:1 Allar ættkvíslir Ísraels komu til Davíðs í Hebron og sögðu: ,,Sjá, vér erum hold þitt og bein!

    5:2 Þegar um langa hríð, á meðan Sál var konungur yfir oss, hefir þú verið fyrir Ísrael, bæði þegar hann lagði af stað í stríð og þegar hann kom heim. Auk þess hefir Drottinn við þig sagt: ,Þú skalt vera hirðir þjóðar minnar Ísraels, og þú skalt vera höfðingi yfir Ísrael!```

    5:3 Allir öldungar Ísraels komu til konungsins í Hebron, og Davíð konungur gjörði við þá sáttmála í Hebron, frammi fyrir augliti Drottins, og þeir smurðu Davíð til konungs yfir Ísrael.

    5:4 Þrjátíu ára gamall var Davíð, þá er hann varð konungur, og fjörutíu ár ríkti hann.

    5:5 Í Hebron ríkti hann sjö ár og sex mánuði yfir Júda, og í Jerúsalem ríkti hann þrjátíu og þrjú ár yfir öllum Ísrael og Júda.

    5:6 Konungur og menn hans fóru til Jerúsalem í móti Jebúsítum, sem bjuggu í því héraði. Jebúsítar sögðu við Davíð: ,,Þú munt eigi komast hér inn, heldur munu blindir menn og haltir reka þig burt.`` Með því áttu þeir við: ,,Davíð mun ekki komast hér inn.``

    5:7 En Davíð tók vígið Síon, það er Davíðsborg.

    5:8 Davíð sagði á þeim degi: ,,Hver sem vill vinna sigur á Jebúsítum, skal fara um göngin til þess að komast að ,þeim höltu og blindu`, sem Davíð hatar í sálu sinni.`` Þaðan er komið máltækið: ,,Blindir og haltir komast ekki inn í musterið.``

    5:9 Því næst settist Davíð að í víginu, og nefndi hann það Davíðsborg. Hann reisti og víggirðingar umhverfis, frá Milló og þaðan inn á við.

    5:10 Og Davíð efldist meir og meir, og Drottinn, Guð allsherjar, var með honum.

    5:11 Híram, konungur í Týrus, gjörði menn á fund Davíðs og sendi honum sedrustré, trésmiði og steinhöggvara, og reistu þeir höll handa Davíð.

    5:12 Og Davíð kannaðist við, að Drottinn hefði staðfest konungdóm hans yfir Ísrael og eflt konungsríki hans fyrir sakir þjóðar sinnar Ísraels.

    5:13 Davíð tók sér enn hjákonur og konur í Jerúsalem, eftir að hann var farinn burt frá Hebron, og Davíð fæddust enn synir og dætur.

    5:14 Þetta eru nöfn þeirra sona, sem honum fæddust í Jerúsalem: Sammúa, Sóbab, Natan, Salómon,

    5:15 Jíbhar, Elísúa, Nefeg, Jafía,

    5:16 Elísama, Eljada og Elífelet.

    5:17 Þegar Filistar heyrðu að Davíð væri smurður til konungs yfir Ísrael, lögðu þeir af stað að leita Davíðs. Og er Davíð frétti það, fór hann ofan í fjallvígið.

    5:18 Og Filistar komu og dreifðu sér um Refaímdal.

    5:19 Þá gekk Davíð til frétta við Drottin og sagði: ,,Á ég að fara móti Filistum? Munt þú gefa þá í hendur mér?`` Drottinn svaraði Davíð: ,,Far þú, því að ég mun vissulega gefa Filista í hendur þér.``

    5:20 Þá fór Davíð til Baal Perasím. Og Davíð vann þar sigur á þeim og sagði: ,,Drottinn hefir skolað burt óvinum mínum fyrir mér, eins og þegar vatn ryður sér rás.`` Fyrir því var sá staður nefndur Baal Perasím.

    5:21 En þeir létu þar eftir skurðgoð sín, og Davíð og menn hans tóku þau.

    5:22 Filistar komu aftur og dreifðu sér um Refaímdal.

    5:23 Þá gekk Davíð til frétta við Drottin, og hann svaraði: ,,Far þú eigi í móti þeim. Far þú í bug og kom að baki þeim og ráð á þá fram undan bakatrjánum.

    5:24 Og þegar þú heyrir þyt af ferð í krónum bakatrjánna, þá skalt þú hraða þér, því að þá fer Drottinn fyrir þér til þess að ljósta her Filista.``

    5:25 Og Davíð gjörði eins og Drottinn bauð honum og vann sigur á Filistum frá Geba alla leið til Geser.

    GOTO NEXT CHAPTER - BIBLE INDEX & SEARCH

    God Rules.NET
    Search 100+ volumes of books at one time. Luther Bible Search Engine. Elberfelder Bible Search Engine. German SCH Bible Search Engine