28:67 Á morgnana muntu segja: ,,Ó, að það væri komið kveld!`` og á kveldin muntu segja: ,,Ó, að það væri kominn morgunn!`` sökum hræðslu þeirrar, er gagntekið hefir hjarta þitt, og sökum þess, er þú verður að horfa upp á.
28:68 Drottinn mun flytja þig aftur til Egyptalands á skipum, þá leið, er ég sagði um við þig: ,,Þú skalt aldrei framar líta hana!`` Og þar munuð þér boðnir verða óvinum yðar til kaups að þrælum og ambáttum, en enginn vilja kaupa.