7:9 Og Harbóna, einn af geldingum þeim, er þjónuðu konungi, mælti: ,,Sjá, gálginn, sem Haman lét gjöra handa Mordekai, sem þó hafði talað það, er konungi varð til heilla, stendur búinn í húsagarði Hamans, fimmtíu álna hár.`` Þá mælti konungur: ,,Festið hann á hann!``
7:10 Og þeir festu Haman á gálgann, sem hann hafði reisa látið handa Mordekai. Þá rann konungi reiðin.