43:24 Þú hefir ekki keypt ilmreyr fyrir silfur mér til handa, og þú hefir ekki satt mig á feiti sláturfórna þinna, heldur hefir þú mætt mig með syndum þínum og þreytt mig með misgjörðum þínum.
43:25 Ég, ég einn afmái afbrot þín sjálfs mín vegna og minnist ekki synda þinna.
43:26 Minn mig á, við skulum eigast lög við. Tel þú upp, svo að þú fáir réttlætt þig.
43:27 Hinn fyrsti forfaðir þinn syndgaði og talsmenn þínir brutu á móti mér.
43:28 Þess vegna vanhelgaði ég hina heilögu höfðingja og ofurseldi Jakobsætt bannfæringunni og Ísrael háðunginni.