1:14 Þá kölluðu þeir til Drottins og sögðu: ,,Æ, Drottinn! Lát oss eigi farast, þótt vér glötum lífi þessa manns, og lát oss ekki gjalda þess, svo sem vér hefðum fyrirkomið saklausum manni, því að þú, Drottinn, hefir gjört það, sem þér þóknaðist.``
1:15 Þeir tóku nú Jónas og köstuðu honum í sjóinn. Varð hafið þá kyrrt og sjávarólguna lægði.
1:16 En skipverjar óttuðust Drottin harla mjög, færðu Drottni sláturfórn og gjörðu heit.