Bad Advertisement?

News / Reviews:
  • World News
  • Movie Reviews
  • Book Search

    Are you a Christian?

    Online Store:
  • Visit Our eBay Store



  • ICELANDIC BIBLE - JOSHUA 19

    PREVIOUS CHAPTER - NEXT CHAPTER - HELP


    19:1 Næst kom upp hlutur Símeons, kynkvíslar Símeons sona eftir ættum þeirra, en arfleifð þeirra lá inni í arfleifð Júda sona miðri.

    19:2 Þeir fengu að arfleifð: Beerseba og Seba, Mólada,

    19:3 Hasar Súal, Bala, Esem,

    19:4 Eltólað, Betúl, Horma,

    19:5 Siklag, Bet Markabót, Hasar Súsa,

    19:6 Bet Lebaót og Sarúhen, þrettán borgir og þorpin, er að liggja.

    19:7 Aín, Rimmon, Eter og Asan, fjórar borgir og þorpin, er að liggja,

    19:8 auk þess öll þau þorp, er lágu kringum borgir þessar allt til Baalat Beer, Rama suðurlandsins. Þetta var arfleifð kynkvíslar Símeons sona, eftir ættum þeirra.

    19:9 Arfleifð Símeons sona var nokkur hluti af landshluta Júda sona, því að hluti Júda sona var of stór fyrir þá, og fyrir því fengu Símeons synir arfleifð í miðri arfleifð þeirra.

    19:10 Þá kom upp þriðji hluturinn. Það var hlutur Sebúlons sona eftir ættum þeirra, og náðu landamerki arfleifðar þeirra allt til Saríd.

    19:11 Og landamerki þeirra lágu í vestur upp til Marala, þaðan út til Dabbeset og lentu hjá læknum, sem rennur fyrir austan Jokneam.

    19:12 Til austurs aftur á móti, gegnt upprás sólar, lágu þau frá Saríd til landamæra Kislót Tabors, þaðan til Daberat og þaðan upp til Jafía.

    19:13 Þaðan lágu þau í austur, mót upprás sólar, yfir til Gat Hefer, til Et Kasín, síðan til Rimmon, sem nær allt til Nea.

    19:14 Og landamerkin beygðu þar við, norður til Hannatón, og alla leið til Jifta-El-dals,

    19:15 ásamt Katat, Nahalal, Simron, Jidala og Betlehem, tólf borgir og þorpin, er að liggja.

    19:16 Þetta var arfleifð Sebúlons sona, eftir ættum þeirra: þessar borgir og þorpin, er að liggja.

    19:17 Þá kom upp fjórði hluturinn. Það var hlutur Íssakars, Íssakars sona eftir ættum þeirra.

    19:18 Og land þeirra tók yfir: Jesreel, Kesúllót, Súnem,

    19:19 Hafaraím, Síón, Anaharat,

    19:20 Rabbít, Kisjon, Ebes,

    19:21 Remet, En-Ganním, En-Hadda og Bet Passes.

    19:22 Og landamerkin náðu til Tabor, Sahasíma og Bet Semes, og alla leið til Jórdanar, sextán borgir og þorpin er að liggja.

    19:23 Þetta var arfleifð kynkvíslar Íssakars sona eftir ættum þeirra, borgirnar og þorpin er að liggja.

    19:24 Þá kom upp fimmti hluturinn. Það var hlutur kynkvíslar Assers sona, eftir ættum þeirra.

    19:25 Og land þeirra tók yfir: Helkat, Halí, Beten, Aksaf,

    19:26 Allammelek, Amead og Míseal, og þau náðu vestur að Karmel og Síhór Libnat.

    19:27 Þaðan lágu þau í austur til Bet Dagón, og náðu að Sebúlon og Jifta-El-dal í norðri, Bet Emek og Negíel, og lágu norður til Kabúl,

    19:28 Ebron, Rehób, Hammon og Kana, allt til hinnar miklu Sídon.

    19:29 Þaðan beygðust landamerkin til Rama og allt til hinnar víggirtu borgar Týrus, og þaðan aftur til Hósa og þaðan alla leið til sjávar, frá því er Aksíbhéraði sleppir.

    19:30 Auk þess Akkó, Afek og Rehób, tuttugu og tvær borgir og þorpin, er að liggja.

    19:31 Þetta var arfleifð kynkvíslar Assers sona, eftir ættum þeirra, þessar borgir og þorpin, er að liggja.

    19:32 Þá kom upp sjötti hluturinn. Það var hlutur Naftalí, Naftalí sona eftir ættum þeirra.

    19:33 Og landamerki þeirra lágu frá Helef, frá eikunum hjá Saananním, Adamí Nekeb og Jabneel allt til Lakkúm og alla leið að Jórdan.

    19:34 Þaðan gengu landamærin í vestur til Asnót Tabor, þaðan út til Húkkók, náðu til Sebúlons að sunnanverðu, til Assers að vestanverðu og til Júda við Jórdan gegnt upprás sólar.

    19:35 Og víggirtar borgir voru þar: Siddím, Ser, Hammat, Rakkat, Kinneret,

    19:36 Adama, Rama, Hasór,

    19:37 Kedes, Edreí, En Hasór,

    19:38 Jirón, Migdal, El, Horem, Bet Anat og Bet Semes _ nítján borgir og þorpin, er að liggja.

    19:39 Þetta var arfleifð kynkvíslar Naftalí sona eftir ættum þeirra, borgirnar og þorpin, er að liggja.

    19:40 Loks kom upp sjöundi hluturinn, og var það hlutur kynkvíslar Dans sona, eftir ættum þeirra.

    19:41 Og landamerkin að arfleifð þeirra voru Sorea, Estaól, Ír-Semes,

    19:42 Saalabbín, Ajalon, Jitla,

    19:43 Elón, Timnat, Ekron,

    19:44 Elteke, Gibbetón, Baalat,

    19:45 Jehúd, Bene Berak, Gat Rimmon,

    19:46 Me-Jarkón og Rakkon, ásamt landinu gegnt Jafó.

    19:47 En land Dans sona gekk undan þeim. Þá fóru Dans synir og herjuðu á Lesem, unnu hana og tóku hana herskildi, slógu síðan eign sinni á hana og settust þar að og nefndu hana Dan eftir nafni Dans, föður þeirra.

    19:48 Þetta var arfleifð kynkvíslar Dans sona eftir ættum þeirra, þessar borgir og þorpin, er að liggja.

    19:49 Er Ísraelsmenn höfðu skipt landinu öllu til ystu ummerkja, gáfu þeir Jósúa Núnssyni óðal meðal sín.

    19:50 Eftir boði Drottins gáfu þeir honum borg þá, er hann sjálfur kaus, en það var Timnat Sera í Efraímfjöllum. Hann byggði upp borgina og bjó þar síðan.

    19:51 Þessar voru arfleifðirnar, er þeir Eleasar prestur, Jósúa Núnsson og ætthöfðingjar kynkvísla Ísraelsmanna úthlutuðu með hlutkesti í Síló frammi fyrir Drottni, við dyr samfundatjaldsins. Höfðu þeir nú lokið því að skipta landinu.

    GOTO NEXT CHAPTER - BIBLE INDEX & SEARCH

    God Rules.NET
    Search 100+ volumes of books at one time. Luther Bible Search Engine. Elberfelder Bible Search Engine. German SCH Bible Search Engine