13:23 En kona hans svaraði honum: ,,Ef Drottinn hefði viljað deyða okkur, þá hefði hann eigi þegið brennifórn og matfórn af okkur, né látið okkur sjá allt þetta, og þá hefði hann eigi nú látið okkur heyra slíka hluti.``
13:24 Og konan ól son og nefndi hann Samson; og sveinninn óx upp, og Drottinn blessaði hann.
13:25 Og andi Drottins tók að knýja hann í herbúðum Dans millum Sorea og Estaól.