Bad Advertisement?

News / Reviews:
  • World News
  • Movie Reviews
  • Book Search

    Are you a Christian?

    Online Store:
  • Visit Our eBay Store



  • ICELANDIC BIBLE - LUKE 21

    PREVIOUS CHAPTER - NEXT CHAPTER - HELP


    21:1 Þá leit hann upp og sá auðmenn leggja gjafir sínar í fjárhirsluna.

    21:2 Hann sá og ekkju eina fátæka leggja þar tvo smápeninga.

    21:3 Þá sagði hann: ,,Ég segi yður með sanni, þessi fátæka ekkja gaf meira en allir hinir.

    21:4 Hinir allir lögðu í sjóðinn af allsnægtum sínum, en hún gaf af skorti sínum, alla björg sína.``

    21:5 Einhverjir höfðu orð á, að helgidómurinn væri prýddur fögrum steinum og heitgjöfum. Þá sagði Jesús:

    21:6 ,,Þér horfið á þetta, en þeir dagar munu koma, að hér stendur ekki eftir steinn yfir steini, er eigi sé niður brotinn.``

    21:7 En þeir spurðu hann: ,,Meistari, hvenær verður þetta? Og hvert mun tákn þess, að það sé að koma fram?``

    21:8 Hann svaraði: ,,Varist að láta leiða yður í villu. Margir munu koma í mínu nafni og segja: ,Það er ég!` og ,Tíminn er í nánd!` Fylgið þeim ekki.

    21:9 En þegar þér spyrjið hernað og upphlaup, þá skelfist ekki. Þetta á undan að fara, en endirinn kemur ekki samstundis.``

    21:10 Síðan sagði hann við þá: ,,Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki,

    21:11 þá verða landskjálftar miklir og drepsóttir og hungur á ýmsum stöðum, en ógnir og tákn mikil á himni.

    21:12 En á undan öllu þessu munu menn leggja hendur á yður, ofsækja yður, færa yður fyrir samkundur og í fangelsi og draga yður fyrir konunga og landshöfðingja sakir nafns míns.

    21:13 Þetta veitir yður tækifæri til vitnisburðar.

    21:14 En festið það vel í huga að vera ekki fyrirfram að hugsa um, hvernig þér eigið að verjast,

    21:15 því ég mun gefa yður orð og visku, sem engir mótstöðumenn yðar fá staðið í gegn né hrakið.

    21:16 Jafnvel foreldrar og bræður, frændur og vinir munu framselja yður, og sumir yðar munu líflátnir.

    21:17 Og þér munuð hataðir af öllum vegna nafns míns,

    21:18 en ekki mun týnast eitt hár á höfði yðar.

    21:19 Verið þrautseigir og þér munuð ávinna sálir yðar.

    21:20 En þegar þér sjáið herfylkingar umkringja Jerúsalem, þá vitið, að eyðing hennar er í nánd.

    21:21 Þá flýi þeir, sem í Júdeu eru, til fjalla, þeir sem í borginni eru, flytjist burt, og þeir sem eru á ekrum úti, fari ekki inn í hana.

    21:22 Því þetta eru refsingardagar, þá er allt það rætist, sem ritað er.

    21:23 Vei þeim, sem þungaðar eru, og þeim sem börn hafa á brjósti á þeim dögum, því að mikil neyð mun þá verða í landinu og reiði yfir lýð þessum.

    21:24 Þeir munu falla fyrir sverðseggjum og herleiddir verða til allra þjóða, og Jerúsalem verður fótum troðin af heiðingjum, þar til tímar heiðingjanna eru liðnir.

    21:25 Tákn munu verða á sólu, tungli og stjörnum og á jörðu angist þjóða, ráðalausra við dunur hafs og brimgný.

    21:26 Menn munu gefa upp öndina af ótta og kvíða fyrir því, er koma mun yfir heimsbyggðina, því að kraftar himnanna munu bifast.

    21:27 Þá munu menn sjá Mannssoninn koma í skýi með mætti og mikilli dýrð.

    21:28 En þegar þetta tekur að koma fram, þá réttið úr yður og lyftið upp höfðum yðar, því að lausn yðar er í nánd.``

    21:29 Hann sagði þeim og líkingu: ,,Gætið að fíkjutrénu og öðrum trjám.

    21:30 Þegar þér sjáið þau farin að bruma, þá vitið þér af sjálfum yður, að sumarið er í nánd.

    21:31 Eins skuluð þér vita, þegar þér sjáið þetta verða, að Guðs ríki er í nánd.

    21:32 Sannlega segi ég yður: Þessi kynslóð mun ekki líða undir lok, uns allt er komið fram.

    21:33 Himinn og jörð munu líða undir lok, en orð mín munu aldrei undir lok líða.

    21:34 Hafið gát á sjálfum yður, að hjörtu yðar þyngist ekki við svall og drykkju né áhyggjur þessa lífs og komi svo dagur sá skyndilega yfir yður

    21:35 eins og snara. En koma mun hann yfir alla menn, sem byggja gjörvalla jörð.

    21:36 Vakið því allar stundir og biðjið, svo að þér megið umflýja allt þetta, sem koma á, og standast frammi fyrir Mannssyninum.``

    21:37 Á daginn var hann að kenna í helgidóminum, en fór og dvaldist um nætur á Olíufjallinu, sem svo er nefnt.

    21:38 Og allt fólkið kom árla á morgnana til hans í helgidóminn að hlýða á hann.

    GOTO NEXT CHAPTER - BIBLE INDEX & SEARCH

    God Rules.NET
    Search 100+ volumes of books at one time. Luther Bible Search Engine. Elberfelder Bible Search Engine. German SCH Bible Search Engine