Bad Advertisement?

News / Reviews:
  • World News
  • Movie Reviews
  • Book Search

    Are you a Christian?

    Online Store:
  • Visit Our eBay Store



  • ICELANDIC BIBLE - MARK 1

    PREVIOUS CHAPTER - NEXT CHAPTER - HELP


    1:1 Upphaf fagnaðarerindisins um Jesú Krist, Guðs son.

    1:2 Svo er ritað hjá Jesaja spámanni: Sjá, ég sendi sendiboða minn á undan þér, er greiða mun veg þinn.

    1:3 Rödd hrópanda í eyðimörk: Greiðið veg Drottins, gjörið beinar brautir hans.

    1:4 Þannig kom Jóhannes skírari fram í óbyggðinni og prédikaði iðrunarskírn til fyrirgefningar synda,

    1:5 og menn streymdu til hans frá allri Júdeubyggð og allir Jerúsalembúar og létu skírast af honum í ánni Jórdan og játuðu syndir sínar.

    1:6 En Jóhannes var í klæðum úr úlfaldahári, með leðurbelti um lendar sér og át engisprettur og villihunang.

    1:7 Hann prédikaði svo: ,,Sá kemur eftir mig, sem mér er máttugri, og er ég ekki verður þess að krjúpa niður og leysa skóþveng hans.

    1:8 Ég hef skírt yður með vatni, en hann mun skíra yður með heilögum anda.``

    1:9 Svo bar við á þeim dögum, að Jesús kom frá Nasaret í Galíleu og var skírður af Jóhannesi í Jórdan.

    1:10 Um leið og hann sté upp úr vatninu, sá hann himnana ljúkast upp og andann stíga niður yfir sig eins og dúfu.

    1:11 Og rödd kom af himnum: ,,Þú ert minn elskaði sonur, á þér hef ég velþóknun.``

    1:12 Þá knúði andinn hann út í óbyggðina,

    1:13 og hann var í óbyggðinni fjörutíu daga, og Satan freistaði hans. Hann hafðist við meðal villidýra, og englar þjónuðu honum.

    1:14 Þegar Jóhannes hafði verið tekinn höndum, kom Jesús til Galíleu og prédikaði fagnaðarerindi Guðs

    1:15 og sagði: ,,Tíminn er fullnaður og Guðs ríki í nánd. Gjörið iðrun og trúið fagnaðarerindinu.``

    1:16 Jesús var á gangi með Galíleuvatni og sá Símon og Andrés, bróður Símonar, vera að kasta netum í vatnið, en þeir voru fiskimenn.

    1:17 Jesús sagði við þá: ,,Komið og fylgið mér, og mun ég láta yður menn veiða.``

    1:18 Og þegar í stað létu þeir eftir netin og fylgdu honum.

    1:19 Hann gekk skammt þaðan og sá Jakob Sebedeusson og Jóhannes bróður hans, og voru þeir einnig á báti að búa net.

    1:20 Jesús kallaði þá, og þeir yfirgáfu Sebedeus föður sinn hjá daglaunamönnunum í bátnum og fylgdu honum.

    1:21 Þeir komu til Kapernaum. Og hvíldardaginn gekk Jesús í samkunduna og kenndi.

    1:22 Undruðust menn mjög kenningu hans, því að hann kenndi þeim eins og sá er vald hefur, og ekki eins og fræðimennirnir.

    1:23 Þar var í samkundu þeirra maður haldinn óhreinum anda. Hann æpti:

    1:24 ,,Hvað vilt þú oss, Jesús frá Nasaret? Ert þú kominn að tortíma oss? Ég veit, hver þú ert, hinn heilagi Guðs.``

    1:25 Jesús hastaði þá á hann og mælti: ,,Þegi þú, og far út af honum.``

    1:26 Þá teygði óhreini andinn manninn, rak upp hljóð mikið og fór út af honum.

    1:27 Sló felmtri á alla, og hver spurði annan: ,,Hvað er þetta? Ný kenning með valdi! Hann skipar jafnvel óhreinum öndum og þeir hlýða honum.``

    1:28 Og orðstír hans barst þegar um alla Galíleu.

    1:29 Úr samkundunni fóru þeir rakleitt í hús Símonar og Andrésar og með þeim Jakob og Jóhannes.

    1:30 Tengdamóðir Símonar lá með sótthita, og sögðu þeir Jesú þegar frá henni.

    1:31 Hann gekk þá að, tók í hönd henni og reisti hana á fætur. Sótthitinn fór úr henni, og hún gekk þeim fyrir beina.

    1:32 Þegar kvöld var komið og sólin setst, færðu menn til hans alla þá, er sjúkir voru og haldnir illum öndum,

    1:33 og allur bærinn var saman kominn við dyrnar.

    1:34 Hann læknaði marga, er þjáðust af ýmsum sjúkdómum, og rak út marga illa anda, en illu öndunum bannaði hann að tala, því að þeir vissu hver hann var.

    1:35 Og árla, löngu fyrir dögun, fór hann á fætur og gekk út, vék burt á óbyggðan stað og baðst þar fyrir.

    1:36 Þeir Símon leituðu hann uppi,

    1:37 og þegar þeir fundu hann, sögðu þeir við hann: ,,Allir eru að leita að þér.``

    1:38 Hann sagði við þá: ,,Vér skulum fara annað, í þorpin hér í grennd, svo að ég geti einnig prédikað þar, því að til þess er ég kominn.``

    1:39 Og hann fór og prédikaði í samkundum þeirra í allri Galíleu og rak út illa anda.

    1:40 Maður nokkur líkþrár kom til hans, féll á kné og bað hann: ,,Ef þú vilt, getur þú hreinsað mig.``

    1:41 Og hann kenndi í brjósti um manninn, rétti út höndina, snart hann og mælti: ,,Ég vil, verð þú hreinn!``

    1:42 Jafnskjótt hvarf af honum líkþráin, og hann varð hreinn.

    1:43 Og Jesús lét hann fara, lagði ríkt á við hann

    1:44 og sagði: ,,Gæt þess að segja engum neitt, en far þú, sýn þig prestinum og fórna fyrir hreinsun þína því, sem Móse bauð, þeim til vitnisburðar.``

    1:45 En maðurinn gekk burt og ræddi margt um þetta og víðfrægði mjög, svo að Jesús gat ekki framar komið opinberlega í neina borg, heldur hafðist við úti á óbyggðum stöðum. En menn komu til hans hvaðanæva.

    GOTO NEXT CHAPTER - BIBLE INDEX & SEARCH

    God Rules.NET
    Search 100+ volumes of books at one time. Luther Bible Search Engine. Elberfelder Bible Search Engine. German SCH Bible Search Engine