1:2 Abraham gat Ísak, Ísak gat Jakob, Jakob gat Júda og brćđur hans.
1:3 Júda gat Peres og Sara viđ Tamar, Peres gat Esrom, Esrom gat Ram,
1:4 Ram gat Ammínadab, Ammínadab gat Nakson, Nakson gat Salmon,
1:5 Salmon gat Bóas viđ Rahab, og Bóas gat Óbeđ viđ Rut. Óbeđ gat Ísaí,
1:6 og Ísaí gat Davíđ konung. Davíđ gat Salómon viđ konu Úría,
1:7 Salómon gat Róbóam, Róbóam gat Abía, Abía gat Asaf,
1:8 Asaf gat Jósafat, Jósafat gat Jóram, Jóram gat Ússía,
1:9 Ússía gat Jótam, Jótam gat Akas, Akas gat Esekía,
1:10 Esekía gat Manasse, Manasse gat Amos, Amos gat Jósía.
1:11 Jósía gat Jekonja og brćđur hans á tíma herleiđingarinnar til Babýlonar.
1:12 Eftir herleiđinguna til Babýlonar gat Jekonja Sealtíel, Sealtíel gat Serúbabel,
1:13 Serúbabel gat Abíúd, Abíúd gat Eljakím, Eljakím gat Asór,
1:14 Asór gat Sadók, Sadók gat Akím, Akím gat Elíúd,
1:15 Elíúd gat Eleasar, Eleasar gat Mattan, Mattan gat Jakob,
1:16 og Jakob gat Jósef, mann Maríu, en hún ól Jesú, sem kallast Kristur.
1:17 Ţannig eru alls fjórtán ćttliđir frá Abraham til Davíđs, fjórtán ćttliđir frá Davíđ fram ađ herleiđingunni til Babýlonar og fjórtán ćttliđir frá herleiđingunni til Krists.
1:18 Fćđing Jesú Krists varđ međ ţessum atburđum: María, móđir hans, var föstnuđ Jósef. En áđur en ţau komu saman, reyndist hún ţunguđ af heilögum anda.
1:19 Jósef, festarmađur hennar, sem var grandvar, vildi ekki gjöra henni opinbera minnkun og hugđist skilja viđ hana í kyrrţey.
1:20 Hann hafđi ráđiđ ţetta međ sér, en ţá vitrađist honum engill Drottins í draumi og sagđi: ,,Jósef, sonur Davíđs, óttastu ekki ađ taka til ţín Maríu, heitkonu ţína. Barniđ, sem hún gengur međ, er af heilögum anda.
1:21 Hún mun son ala, og hann skaltu láta heita Jesú, ţví ađ hann mun frelsa lýđ sinn frá syndum ţeirra.``
1:22 Allt varđ ţetta til ţess, ađ rćtast skyldu orđ Drottins fyrir munn spámannsins:
1:23 ,,Sjá, mćrin mun ţunguđ verđa og son ala. Nafn hans mun vera Immanúel,`` ţađ ţýđir: Guđ međ oss.
1:24 Ţegar Jósef vaknađi, gjörđi hann eins og engill Drottins hafđi bođiđ honum og tók konu sína til sín.
1:25 Hann kenndi hennar ekki fyrr en hún hafđi aliđ son. Og hann gaf honum nafniđ JESÚS.