12:1 Þessir eru prestarnir og levítarnir, sem heim fóru með þeim Serúbabel Sealtíelssyni og Jósúa: Seraja, Jeremía, Esra,
12:2 Amarja, Mallúk, Hattús,
12:3 Sekanja, Rehúm, Meremót,
12:4 Íddó, Ginntóí, Abía,
12:5 Míjamín, Maadja, Bílga,
12:6 Semaja, Jójaríb, Jedaja,
12:7 Sallú, Amók, Hilkía og Jedaja. Þetta voru höfðingjar prestanna og bræðra þeirra á dögum Jósúa.
12:8 Levítarnir: Jósúa, Binnúí, Kadmíel, Serebja, Júda, Mattanja. Stjórnaði hann og bræður hans lofsöngnum.
12:9 Bakbúkja og Únní, bræður þeirra, stóðu gegnt þeim til þjónustugjörðar.
12:10 Jósúa gat Jójakím, og Jójakím gat Eljasíb, og Eljasíb gat Jójada,
12:11 og Jójada gat Jónatan, og Jónatan gat Jaddúa.
12:12 Á dögum Jójakíms voru þessir ætthöfðingjar meðal prestanna: Meraja fyrir Seraja, Hananja fyrir Jeremía,
12:13 Mesúllam fyrir Esra, Jóhanan fyrir Amarja,
12:14 Jónatan fyrir Mallúkí, Jósef fyrir Sebanja,
12:15 Adna fyrir Harím, Helkaí fyrir Merajót,
12:16 Sakaría fyrir Íddó, Mesúllam fyrir Ginnetón,
12:17 Síkrí fyrir Abía, . . . fyrir Minjamín, Piltaí fyrir Módaja,
12:18 Sammúa fyrir Bílga, Jónatan fyrir Semaja,
12:19 Matnaí fyrir Jójaríb, Ússí fyrir Jedaja,
12:20 Kallaí fyrir Sallaí, Eber fyrir Amók,
12:21 Hasabja fyrir Hilkía, Netaneel fyrir Jedaja.
12:22 Levítarnir: Á dögum Eljasíbs, Jójada, Jóhanans og Jaddúa voru ætthöfðingjarnir skráðir og prestarnir allt fram að ríkisstjórn Daríusar hins persneska.
12:23 Af niðjum Leví voru ætthöfðingjarnir skráðir í árbókina, og það fram á daga Jóhanans Eljasíbssonar.
12:24 Höfðingjar levítanna voru: Hasabja, Serebja, Jósúa, Baní, Kadmíel og bræður þeirra, er stóðu gegnt þeim til þess að vegsama Guð með því að syngja lofsönginn, samkvæmt fyrirmælum guðsmannsins Davíðs, hvor söngflokkurinn gegnt öðrum.
12:25 Mattanja, Bakbúkja, Óbadía, Mesúllam, Talmón og Akkúb voru hliðverðir, er héldu vörð hjá geymsluhúsunum við hliðin.
12:26 Þessir voru ætthöfðingjarnir á dögum Jójakíms Jósúasonar, Jósadakssonar, og á dögum Nehemía landstjóra og Esra prests hins fróða.
12:27 Þá er vígja skyldi múra Jerúsalem, sóttu menn levítana frá öllum stöðum þeirra til þess að fara með þá til Jerúsalem, svo að þeir mættu halda vígsluhátíð með fagnaðarlátum og þakkargjörð og með söng, skálabumbum, hörpum og gígjum.
12:28 Þá söfnuðust söngflokkarnir saman, bæði úr nágrenninu kringum Jerúsalem og úr þorpum Netófatíta
12:29 og frá Bet Gilgal og Gebasveitum og Asmavet, því að söngvararnir höfðu byggt sér þorp kringum Jerúsalem.
12:30 Og prestarnir og levítarnir hreinsuðu sig og hreinsuðu því næst lýðinn og hliðin og múrana.
12:31 Og ég lét höfðingja Júda stíga upp á múrinn og fylkti tveimur stórum lofgjörðarsöngflokkum og skrúðsveitum. Gekk annar söngflokkurinn til hægri uppi á múrnum til Mykjuhliðs,
12:32 og á eftir þeim gekk Hósaja og helmingurinn af höfðingjum Júda,
12:33 og Asarja, Esra og Mesúllam,
12:34 Júda og Benjamín og Semaja og Jeremía,
12:35 og nokkrir af prestlingunum með lúðra: Sakaría Jónatansson, Semajasonar, Mattanjasonar, Míkajasonar, Sakkúrssonar, Asafssonar,
12:36 og bræður hans, Semaja og Asareel, Mílalaí, Gílalaí, Maaí, Netaneel og Júda, Hananí, með hljóðfæri Davíðs guðsmannsins. Og Esra fræðimaður gekk fremstur þeirra
12:37 alla leið til Lindarhliðs, og þaðan fóru þeir beint upp tröppurnar, sem liggja upp að Davíðsborg, þar sem gengið er upp á múrinn, fyrir ofan höll Davíðs og austur að Vatnshliði.
12:38 Hinn söngflokkurinn gekk til vinstri, en ég og hinn helmingur lýðsins á eftir honum, uppi á múrnum, yfir Ofnaturn og allt að Breiðamúr,
12:39 og yfir Efraímhlið og Gamla hliðið og Fiskhlið og Hananelturn og Meaturn og allt að Sauðahliði, og námu þeir staðar við Dýflissuhlið.
12:40 Þannig námu báðir söngflokkarnir staðar hjá musteri Guðs, og ég og helmingur yfirmannanna með mér,
12:41 og prestarnir Eljakím, Maaseja, Minjamín, Míkaja, Eljóenaí, Sakaría, Hananja með lúðra,
12:42 og Maaseja, Semaja, Eleasar, Ússí, Jóhanan, Malkía, Elam og Eser. Og söngvararnir létu til sín heyra, og Jisrahja var yfirmaður þeirra.
12:43 Og menn fórnuðu miklum fórnum þennan dag og glöddust, því að Guð hafði veitt þeim mikla gleði, og konur og börn glöddust líka, svo að gleði Jerúsalem spurðist víðsvegar.
12:44 Þennan sama dag voru skipaðir tilsjónarmenn yfir klefana, sem hafðir voru að forðabúrum fyrir fórnargjafir, frumgróðafórnir og tíundir, til þess að þangað væri safnað greiðslum þeim af ökrunum umhverfis borgirnar, er prestunum og levítunum báru eftir lögmálinu, því að Júda gladdist yfir prestunum og levítunum, þeim er þjónustu gegndu.
12:45 Þeir gættu þess, sem gæta átti við Guð þeirra, og þess sem gæta átti við hreinsunina. Svo gjörðu og söngvararnir og hliðverðirnir, samkvæmt fyrirmælum Davíðs og Salómons sonar hans,
12:46 því að þegar forðum, á dögum Davíðs og Asafs, yfirmanns söngvaranna, var til lofgjörðar- og þakkargjörðarsöngur til handa Guði.
12:47 Og allir Ísraelsmenn inntu af hendi á dögum Serúbabels og á dögum Nehemía greiðslurnar til söngvaranna og hliðvarðanna, það er með þurfti á degi hverjum, og þeir greiddu levítunum helgigjafir, og levítarnir greiddu Arons niðjum helgigjafir.