7:1 Þegar nú múrinn var byggður, setti ég hurðirnar í, og hliðvörðunum og söngvurunum og levítunum var falið eftirlitið.
7:2 Og ég skipaði Hananí bróður minn og Hananja, yfirmann vígisins, yfir Jerúsalem, því að hann var svo áreiðanlegur maður og guðhræddur, að fáir voru hans líkar.
7:3 Og ég sagði við þá: ,,Ekki skal ljúka upp hliðum Jerúsalem fyrr en sól er komin hátt á loft, og áður en verðirnir fara burt, skal hurðunum lokað og slár settar fyrir. Og það skal setja verði af Jerúsalembúum, hvern á sína varðstöð, og það hvern gegnt húsi sínu.``
7:4 Borgin var víðáttumikil og stór, en fátt fólk í henni og engin nýbyggð hús.
7:5 Þá blés Guð minn mér því í brjóst að safna saman tignarmönnunum, yfirmönnunum og lýðnum, til þess að láta taka manntal eftir ættum. Og ég fann ættarskrá þeirra, er fyrst höfðu farið heim, og þar fann ég ritað:
7:6 Þessir eru þeir úr skattlandinu, er heim fóru úr herleiðingarútlegðinni, þeir er Nebúkadnesar Babelkonungur hafði herleitt og nú sneru aftur til Jerúsalem og Júda, hver til sinnar borgar,
7:7 þeir sem komu með Serúbabel, Jósúa, Nehemía, Asarja, Raamja, Nahamaní, Mordekai, Bilsan, Misperet, Bigvaí, Nehúm og Baana. Talan á mönnum Ísraelslýðs var:
7:8 Niðjar Parós: 2.172.
7:9 Niðjar Sefatja: 372.
7:10 Niðjar Ara: 652.
7:11 Niðjar Pahat Móabs, sem sé niðjar Jesúa og Jóabs: 2.818.
7:12 Niðjar Elams: 1.254.
7:13 Niðjar Sattú: 845.
7:14 Niðjar Sakkaí: 760.
7:15 Niðjar Binnúí: 648.
7:16 Niðjar Bebaí: 628.
7:17 Niðjar Asgads: 2.322.
7:18 Niðjar Adóníkams: 667.
7:19 Niðjar Bigvaí: 2.067.
7:20 Niðjar Adíns: 655.
7:21 Niðjar Aters, frá Hiskía: 98.
7:22 Niðjar Hasúms: 328.
7:23 Niðjar Besaí: 324.
7:24 Niðjar Harífs: 112.
7:25 Ættaðir frá Gíbeon: 95.
7:26 Ættaðir frá Betlehem og Netófa: 188.
7:27 Menn frá Anatót: 128.
7:28 Menn frá Bet Asmavet: 42.
7:29 Menn frá Kirjat Jearím, Kefíra og Beerót: 743.
7:30 Menn frá Rama og Geba: 621.
7:31 Menn frá Mikmas: 122.
7:32 Menn frá Betel og Aí: 123.
7:33 Menn frá Nebó: 52.
7:34 Niðjar Elams hins annars: 1.254.
7:35 Niðjar Haríms: 320.
7:36 Ættaðir frá Jeríkó: 345.
7:37 Ættaðir frá Lód, Hadíd og Ónó: 721.
7:38 Ættaðir frá Senaa: 3.930.
7:39 Prestarnir: Niðjar Jedaja, af ætt Jesúa: 973.
7:40 Niðjar Immers: 1.052.
7:41 Niðjar Pashúrs: 1.247.
7:42 Niðjar Haríms: 1.017.
7:43 Levítarnir: Niðjar Jesúa og Kadmíels, af niðjum Hódeja: 74.
7:60 Allir musterisþjónarnir og niðjar þræla Salómons voru 392.
7:61 Og þessir eru þeir, sem fóru heim frá Tel Mela, Tel Harsa, Kerúb, Addón og Immer, en kunnu eigi að greina ætt sína og uppruna, hvort þeir væru komnir af Ísrael:
7:63 Og af prestunum: niðjar Hobaja, niðjar Hakkós, niðjar Barsillaí, er gengið hafði að eiga eina af dætrum Barsillaí Gíleaðíta og nefndur hafði verið nafni þeirra.
7:64 Þessir leituðu að ættartölum sínum, en þær fundust ekki. Var þeim því hrundið frá prestdómi.
7:65 Og landstjórinn sagði þeim, að þeir mættu ekki eta af hinu háheilaga, þar til er kæmi fram prestur, er kynni að fara með úrím og túmmím.
7:66 Allur söfnuðurinn var til samans 42.360,
7:67 auk þræla þeirra og ambátta, er voru 7.337. Þeir höfðu 245 söngvara og söngkonur.
7:68 Hestar þeirra voru 736, múlar 245,
7:69 úlfaldar 435, asnar 6.720.
7:70 Og nokkur hluti ætthöfðingjanna gaf til byggingarinnar. Landstjórinn gaf í sjóðinn: í gulli 1.000 daríka, 50 fórnarskálar og 530 prestserki.
7:71 Og sumir ætthöfðingjanna gáfu í byggingarsjóðinn: í gulli 20.000 daríka og í silfri 2.200 mínur.
7:72 Og það, sem hitt fólkið gaf, var: í gulli 20.000 daríkar og í silfri 2.000 mínur og 67 prestserkir.
7:73 Þannig tóku prestarnir og levítarnir og hliðverðirnir og söngvararnir og nokkrir af lýðnum og musterisþjónarnir og allur Ísrael sér bólfestu í borgum sínum. En er sjöundi mánuðurinn kom, voru Ísraelsmenn í borgum sínum.