Bad Advertisement?

News / Reviews:
  • World News
  • Movie Reviews
  • Book Search

    Are you a Christian?

    Online Store:
  • Visit Our eBay Store



  • ICELANDIC BIBLE - NUMBERS 34

    PREVIOUS CHAPTER - NEXT CHAPTER - HELP


    34:1 Drottinn talaði við Móse og sagði:

    34:2 ,,Bjóð þú Ísraelsmönnum og seg við þá: Þegar þér komið inn í Kanaanland, þá skal það vera landið, sem þér hljótið til eignar, Kanaanland til ystu ummerkja.

    34:3 Suðurhliðin skal vera: frá Síneyðimörk meðfram Edóm. Og austurendi suðurtakmarkanna skal vera suðurendi Dauðahafs.

    34:4 Þaðan skulu takmörkin liggja í boga fyrir sunnan Sporðdrekaskarð og ná yfir til Sín og endir þeirra vera fyrir sunnan Kades Barnea. Skulu þau liggja til Hasar Addar og ná yfir til Asmón.

    34:5 Frá Asmón skulu takmörkin liggja í boga til Egyptalandsár og alla leið til sjávar.

    34:6 Að vesturtakmörkum skuluð þér hafa hafið mikla; þetta skulu vera vesturtakmörkin.

    34:7 Norðurtakmörkin skulu vera þessi: Frá hafinu mikla skuluð þér taka stefnu á Hórfjall.

    34:8 Frá Hórfjalli skuluð þér taka stefnu þangað sem leið liggur til Hamat, og þaðan alla leið til Sedad.

    34:9 Skulu takmörkin ná til Sífrón og enda í Hasar Enan. Þetta skulu vera landamerki yðar að norðanverðu.

    34:10 Að austanverðu skuluð þér setja merkjalínuna frá Hasar Enan til Sefam.

    34:11 En frá Sefam skulu landamerkin liggja suður til Ribla, fyrir austan Aín. Þaðan skulu landamerkin liggja niður eftir og nema við fjallhrygginn fyrir austan Genesaretvatn.

    34:12 Og landamerkin skulu liggja niður með Jórdan og enda við Dauðahafið. Þessi skulu merki vera lands yðar hringinn í kring.``

    34:13 Og Móse bauð Ísraelsmönnum og sagði: ,,Þetta er landið, sem þér skuluð fá til eignar með hlutkesti og Drottinn bauð að gefa níu ættkvíslunum og hálfri.

    34:14 Því að ættkvísl Rúbens sona, hver ætt fyrir sig, og ættkvísl Gaðs sona, hver ætt fyrir sig, og hálf ættkvísl Manasse hafa fengið sinn eignarhluta.

    34:15 Tvær ættkvíslirnar og hálf hafa fengið sinn eignarhluta hinumegin Jórdanar, gegnt Jeríkó, austanmegin.``

    34:16 Drottinn talaði við Móse og sagði:

    34:17 ,,Þessi eru nöfn þeirra manna, er skipta skulu landinu milli yðar: Eleasar prestur og Jósúa Núnsson

    34:18 og einn höfðingi af ættkvísl hverri til að skipta landinu,

    34:19 og þessi eru nöfn þeirra: af ættkvísl Júda: Kaleb Jefúnneson,

    34:20 af ættkvísl Símeons sona: Samúel Ammíhúdsson,

    34:21 af ættkvísl Benjamíns: Elídad Kislónsson,

    34:22 af ættkvísl Dans sona: Búkí Joglíson höfðingi,

    34:23 af sonum Jósefs: af ættkvísl Manasse sona: Hanníel Efóðsson höfðingi,

    34:24 af ættkvísl Efraíms sona: Kemúel Siftansson höfðingi;

    34:25 af ættkvísl Sebúlons sona: Elísafan Parnaksson höfðingi,

    34:26 af ættkvísl Íssakars sona: Paltíel Asansson höfðingi,

    34:27 af ættkvísl Assers sona: Akíhúð Selómíson höfðingi,

    34:28 af ættkvísl Naftalí sona: Pedahel Ammíhúdsson höfðingi.``

    34:29 Þessir voru þeir, er Drottinn bauð að skipta skyldu landeignum milli Ísraelsmanna í Kanaanlandi.

    GOTO NEXT CHAPTER - BIBLE INDEX & SEARCH

    God Rules.NET
    Search 100+ volumes of books at one time. Luther Bible Search Engine. Elberfelder Bible Search Engine. German SCH Bible Search Engine