Bad Advertisement?

News / Reviews:
  • World News
  • Movie Reviews
  • Book Search

    Are you a Christian?

    Online Store:
  • Visit Our eBay Store



  • ICELANDIC BIBLE - NUMBERS 7

    PREVIOUS CHAPTER - NEXT CHAPTER - HELP


    7:1 Þá er Móse hafði lokið við að reisa búðina og hafði smurt hana og vígt og öll áhöld hennar og smurt og vígt altarið og öll áhöld þess,

    7:2 færðu höfuðsmenn Ísraels fórnir, foringjar fyrir ættum þeirra _ það er höfuðsmenn ættkvíslanna, forstöðumenn hinna töldu, _

    7:3 og þeir færðu fórnargjöf sína fram fyrir Drottin, sex skýlisvagna og tólf naut, einn vagn fyrir hverja tvo höfuðsmenn, og naut fyrir hvern þeirra. Færðu þeir þetta fram fyrir búðina.

    7:4 Drottinn talaði við Móse og sagði:

    7:5 ,,Tak þú við þessu af þeim, og það sé haft til þjónustugjörðar við samfundatjaldið, og fá þú þetta levítunum, eftir því sem þjónusta hvers eins er til.``

    7:6 Þá tók Móse vagnana og nautin og seldi það levítunum í hendur.

    7:7 Gersons sonum fékk hann tvo vagna og fjögur naut, eftir þjónustu þeirra.

    7:8 Og Merarí sonum fékk hann fjóra vagna og átta naut, eftir þjónustu þeirra undir umsjón Ítamars, Aronssonar prests.

    7:9 En Kahats sonum fékk hann ekkert, því að á þeim hvíldi þjónusta hinna helgu dóma. Skyldu þeir bera þá á herðum sér.

    7:10 Höfuðsmennirnir færðu gjafir til vígslu altarisins daginn sem það var smurt, og þeir færðu fórnargjöf sína fram fyrir altarið.

    7:11 Þá sagði Drottinn við Móse: ,,Höfuðsmennirnir skulu bera fram fórnargjafir sínar sinn daginn hver til vígslu altarisins.``

    7:12 Sá er færði fórnargjöf sína fyrsta daginn, var Nakson Ammínadabsson af ættkvísl Júda.

    7:13 Fórnargjöf hans var silfurfat, 130 siklar að þyngd, silfurskál, sjötíu siklar að þyngd eftir helgidómssikli, hvort tveggja fyllt fínu mjöli olíublönduðu, til matfórnar,

    7:14 bolli, tíu gullsiklar að þyngd, fullur af reykelsi,

    7:15 ungneyti, hrútur og sauðkind veturgömul til brennifórnar,

    7:16 geithafur til syndafórnar,

    7:17 og til heillafórnar tvö naut, fimm hrútar, fimm kjarnhafrar og fimm sauðkindur veturgamlar. Þetta var fórnargjöf Naksons Ammínadabssonar.

    7:18 Annan daginn færði Netanel Súarsson, höfuðsmaður Íssakars, fórn sína.

    7:19 Færði hann að fórnargjöf silfurfat, 130 sikla að þyngd, silfurskál, sjötíu sikla að þyngd eftir helgidómssikli, hvort tveggja fullt af fínu mjöli olíublönduðu, til matfórnar,

    7:20 bolla, tíu gullsikla að þyngd, fullan af reykelsi,

    7:21 ungneyti, hrút og sauðkind veturgamla til brennifórnar,

    7:22 geithafur til syndafórnar,

    7:23 og til heillafórnar tvö naut, fimm hrúta, fimm kjarnhafra og fimm sauðkindur veturgamlar. Þetta var fórnargjöf Netanels Súarssonar.

    7:24 Þriðja daginn höfuðsmaður Sebúlons sona, Elíab Helónsson.

    7:25 Fórnargjöf hans var silfurfat, 130 siklar að þyngd, silfurskál, sjötíu siklar að þyngd eftir helgidómssikli, hvort tveggja fullt af fínu mjöli olíublönduðu, til matfórnar,

    7:26 bolli, tíu gullsiklar að þyngd, fullur af reykelsi,

    7:27 ungneyti, hrútur og sauðkind veturgömul til brennifórnar,

    7:28 geithafur til syndafórnar,

    7:29 og til heillafórnar tvö naut, fimm hrútar, fimm kjarnhafrar og fimm sauðkindur veturgamlar. Þetta var fórnargjöf Elíabs Helónssonar.

    7:30 Fjórða daginn höfuðsmaður Rúbens sona, Elísúr Sedeúrsson.

    7:31 Fórnargjöf hans var silfurfat, 130 siklar að þyngd, silfurskál, sjötíu siklar að þyngd eftir helgidómssikli, hvort tveggja fullt af fínu mjöli olíublönduðu, til matfórnar,

    7:32 bolli, tíu gullsiklar að þyngd, fullur af reykelsi,

    7:33 ungneyti, hrútur og sauðkind veturgömul til brennifórnar,

    7:34 geithafur til syndafórnar,

    7:35 og til heillafórnar tvö naut, fimm hrútar, fimm kjarnhafrar og fimm sauðkindur veturgamlar. Þetta var fórnargjöf Elísúrs Sedeúrssonar.

    7:36 Fimmta daginn höfuðsmaður Símeons sona, Selúmíel Súrísaddaíson.

    7:37 Fórnargjöf hans var silfurfat, 130 siklar að þyngd, silfurskál, sjötíu siklar að þyngd eftir helgidómssikli, hvort tveggja fullt af fínu mjöli olíublönduðu, til matfórnar,

    7:38 bolli, tíu gullsiklar að þyngd, fullur af reykelsi,

    7:39 ungneyti, hrútur og sauðkind veturgömul til brennifórnar,

    7:40 geithafur til syndafórnar,

    7:41 og til heillafórnar tvö naut, fimm hrútar, fimm kjarnhafrar og fimm sauðkindur veturgamlar. Þetta var fórnargjöf Selúmíels Súrísaddaísonar.

    7:42 Sjötta daginn höfuðsmaður Gaðs sona, Eljasaf Degúelsson.

    7:43 Fórnargjöf hans var silfurfat, 130 siklar að þyngd, silfurskál, sjötíu siklar að þyngd eftir helgidómssikli, hvort tveggja fullt af fínu mjöli olíublönduðu, til matfórnar,

    7:44 bolli, tíu gullsiklar að þyngd, fullur af reykelsi,

    7:45 ungneyti, hrútur og sauðkind veturgömul til brennifórnar,

    7:46 geithafur til syndafórnar,

    7:47 og til heillafórnar tvö naut, fimm hrútar, fimm kjarnhafrar og fimm sauðkindur veturgamlar. Þetta var fórnargjöf Eljasafs Degúelssonar.

    7:48 Sjöunda daginn höfuðsmaður Efraíms sona, Elísama Ammíhúdsson.

    7:49 Fórnargjöf hans var silfurfat, 130 siklar að þyngd, silfurskál, sjötíu siklar að þyngd eftir helgidómssikli, hvort tveggja fullt af fínu mjöli olíublönduðu, til matfórnar,

    7:50 bolli, tíu gullsiklar að þyngd, fullur af reykelsi,

    7:51 ungneyti, hrútur og sauðkind veturgömul til brennifórnar,

    7:52 geithafur til syndafórnar,

    7:53 og til heillafórnar tvö naut, fimm hrútar, fimm kjarnhafrar og fimm sauðkindur veturgamlar. Þetta var fórnargjöf Elísama Ammíhúdssonar.

    7:54 Áttunda daginn höfuðsmaður Manasse sona, Gamlíel Pedasúrsson.

    7:55 Fórnargjöf hans var silfurfat, 130 siklar að þyngd, silfurskál, sjötíu siklar að þyngd eftir helgidómssikli, hvort tveggja fullt af fínu mjöli olíublönduðu til matfórnar,

    7:56 bolli, tíu gullsiklar að þyngd, fullur af reykelsi,

    7:57 ungneyti, hrútur og sauðkind veturgömul til brennifórnar,

    7:58 geithafur til syndafórnar,

    7:59 og til heillafórnar tvö naut, fimm hrútar, fimm kjarnhafrar, og fimm sauðkindur veturgamlar. Þetta var fórnargjöf Gamlíels Pedasúrssonar.

    7:60 Níunda daginn höfuðsmaður Benjamíns sona, Abídan Gídeóníson.

    7:61 Fórnargjöf hans var silfurfat, 130 siklar að þyngd, silfurskál, sjötíu siklar að þyngd eftir helgidómssikli, hvort tveggja fullt af fínu mjöli olíublönduðu, til matfórnar,

    7:62 bolli, tíu gullsiklar að þyngd, fullur af reykelsi,

    7:63 ungneyti, hrútur og sauðkind veturgömul til brennifórnar,

    7:64 geithafur til syndafórnar,

    7:65 og til heillafórnar tvö naut, fimm hrútar, fimm kjarnhafrar og fimm sauðkindur veturgamlar. Þetta var fórnargjöf Abídans Gídeonísonar.

    7:66 Tíunda daginn höfuðsmaður Dans sona, Akíeser Ammísaddaíson.

    7:67 Fórnargjöf hans var silfurfat, 130 siklar að þyngd, silfurskál, sjötíu siklar að þyngd eftir helgidómssikli, hvort tveggja fullt af fínu mjöli olíublönduðu, til matfórnar,

    7:68 bolli, tíu gullsiklar að þyngd, fullur af reykelsi,

    7:69 ungneyti, hrútur og sauðkind veturgömul til brennifórnar,

    7:70 geithafur til syndafórnar,

    7:71 og til heillafórnar tvö naut, fimm hrútar, fimm kjarnhafrar og fimm sauðkindur veturgamlar. Þetta var fórnargjöf Akíesers Ammísaddaísonar.

    7:72 Ellefta daginn höfuðsmaður Assers sona, Pagíel Ókransson.

    7:73 Fórnargjöf hans var silfurfat, 130 siklar að þyngd, silfurskál, sjötíu siklar að þyngd eftir helgidómssikli, hvort tveggja fullt af fínu mjöli olíublönduðu, til matfórnar,

    7:74 bolli, tíu gullsiklar að þyngd, fullur af reykelsi,

    7:75 ungneyti, hrútur og sauðkind veturgömul til brennifórnar,

    7:76 geithafur til syndafórnar,

    7:77 og til heillafórnar tvö naut, fimm hrútar, fimm kjarnhafrar og fimm sauðkindur veturgamlar. Þetta var fórnargjöf Pagíels Ókranssonar.

    7:78 Tólfta daginn höfuðsmaður Naftalí sona, Akíra Enansson.

    7:79 Fórnargjöf hans var silfurfat, 130 siklar að þyngd, silfurskál, sjötíu siklar að þyngd eftir helgidómssikli, hvort tveggja fullt af fínu mjöli olíublönduðu, til matfórnar,

    7:80 bolli, tíu gullsiklar að þyngd, fullur af reykelsi,

    7:81 ungneyti, hrútur og sauðkind veturgömul til brennifórnar,

    7:82 geithafur til syndafórnar,

    7:83 og til heillafórnar tvö naut, fimm hrútar, fimm kjarnhafrar og fimm sauðkindur veturgamlar. Þetta var fórnargjöf Akíra Enanssonar.

    7:84 Þetta voru gjafirnar frá höfuðsmönnum Ísraels til vígslu altarisins daginn sem það var smurt: tólf silfurföt, tólf silfurskálar, tólf gullbollar.

    7:85 Vó hvert fat 130 sikla silfurs og hver skál sjötíu. Allt silfur ílátanna vó 2.400 sikla eftir helgidómssikli.

    7:86 Tólf gullbollar, fullir af reykelsi, hver bolli tíu siklar eftir helgidómssikli. Allt gullið í bollunum vó 120 sikla.

    7:87 Öll nautin til brennifórnarinnar voru tólf uxar, auk þess tólf hrútar, tólf sauðkindur veturgamlar, ásamt matfórninni, er þeim fylgdi, og tólf geithafrar í syndafórn.

    7:88 Og öll nautin til heillafórnarinnar voru 24 uxar, auk þess sextíu hrútar, sextíu kjarnhafrar og sextíu sauðkindur veturgamlar. Þetta voru gjafirnar til vígslu altarisins, eftir að það hafði verið smurt.

    7:89 Þegar Móse gekk inn í samfundatjaldið til þess að tala við Drottin, heyrði hann röddina tala til sín ofan af lokinu, sem er yfir sáttmálsörkinni, fram á milli kerúbanna tveggja, og hann talaði við hann

    GOTO NEXT CHAPTER - BIBLE INDEX & SEARCH

    God Rules.NET
    Search 100+ volumes of books at one time. Luther Bible Search Engine. Elberfelder Bible Search Engine. German SCH Bible Search Engine