Bad Advertisement?

News / Reviews:
  • World News
  • Movie Reviews
  • Book Search

    Are you a Christian?

    Online Store:
  • Visit Our eBay Store



  • ICELANDIC BIBLE - PROVERBS 20

    PREVIOUS CHAPTER - NEXT CHAPTER - HELP


    20:1 Vínið er spottari, sterkur drykkur glaumsamur, og hver sá, er drukkinn reikar, er óvitur.

    20:2 Konungsreiði er eins og ljónsöskur, sá sem egnir hann á móti sér, fyrirgjörir lífi sínu.

    20:3 Það er manni sómi að halda sér frá þrætu, en hver afglapinn ygglir sig.

    20:4 Letinginn plægir ekki á haustin, fyrir því leitar hann um uppskerutímann og grípur í tómt.

    20:5 Ráðin í hjarta mannsins eru sem djúp vötn, og hygginn maður eys þar af.

    20:6 Margir menn eru kallaðir kærleiksríkir, en tryggan vin, hver finnur hann?

    20:7 Réttlátur maður gengur fram í ráðvendni sinni, sæl eru því börn hans eftir hann.

    20:8 Þegar konungur situr á dómstóli, þá skilur hann allt illt úr með augnaráði sínu.

    20:9 Hver getur sagt: ,,Ég hefi haldið hjarta mínu hreinu, ég er hreinn af synd?``

    20:10 Tvenns konar vog og tvenns konar mál, það er hvort tveggja Drottni andstyggð.

    20:11 Sveinninn þekkist þegar á verkum sínum, hvort athafnir hans eru hreinar og einlægar.

    20:12 Eyrað sem heyrir, og augað sem sér, hvort tveggja hefir Drottinn skapað.

    20:13 Elskaðu ekki svefninn, svo að þú verðir ekki fátækur, opnaðu augun, þá muntu mettast af brauði.

    20:14 ,,Slæmt! Slæmt!`` segir kaupandinn, en þegar hann gengur burt, hælist hann um.

    20:15 Til er gull og gnægð af perlum, en hið dýrmætasta þing eru vitrar varir.

    20:16 Tak þú skikkjuna af þeim manni, sem hefir gengið í ábyrgð fyrir ókunnugan, tak veð af þeim manni, sem hefir gengið í ábyrgð fyrir útlendinga.

    20:17 Sætt er svikabrauðið, en eftir á fyllist munnurinn möl.

    20:18 Vel ráðin áform fá framgang, haf því holl ráð, er þú heyr stríð.

    20:19 Sá sem ljóstar upp leyndarmálum, gengur um sem rógberi, haf því engin mök við málugan mann.

    20:20 Sá sem formælir föður og móður, á hans lampa slokknar í niðamyrkri.

    20:21 Arfur, sem í upphafi var skjótfenginn, blessast eigi að lokum.

    20:22 Seg þú ekki: ,,Ég vil endurgjalda illt!`` Bíð þú Drottins, og hann mun hjálpa þér.

    20:23 Tvenns konar vog er Drottni andstyggð, og svikavog er ekki góð.

    20:24 Spor mannsins eru ákveðin af Drottni, en maðurinn _ hvernig fær hann skynjað veg sinn?

    20:25 Það er manninum snara að hrópa í fljótfærni: ,,Helgað!`` og hyggja fyrst að, þegar heitin eru gjörð.

    20:26 Vitur konungur skilur úr hina óguðlegu og lætur síðan hjólið yfir þá ganga.

    20:27 Andi mannsins er lampi frá Drottni, sem rannsakar hvern afkima hjartans.

    20:28 Kærleiki og trúfesti varðveita konunginn, og hann styður hásæti sitt með kærleika.

    20:29 Krafturinn er ágæti ungra manna, en hærurnar prýði öldunganna.

    20:30 Blóðugar skrámur hreinsa illmennið og högg, sem duglega svíða.

    GOTO NEXT CHAPTER - BIBLE INDEX & SEARCH

    God Rules.NET
    Search 100+ volumes of books at one time. Luther Bible Search Engine. Elberfelder Bible Search Engine. German SCH Bible Search Engine