Bad Advertisement?

News / Reviews:
  • World News
  • Movie Reviews
  • Book Search

    Are you a Christian?

    Online Store:
  • Visit Our eBay Store



  • ICELANDIC BIBLE - PROVERBS 22

    PREVIOUS CHAPTER - NEXT CHAPTER - HELP


    22:1 Gott mannorð er dýrmætara en mikill auður, vinsæld er betri en silfur og gull.

    22:2 Ríkur og fátækur hittast, Drottinn skóp þá alla saman.

    22:3 Vitur maður sér ógæfuna og felur sig, en einfeldningarnir halda áfram og fá að kenna á því.

    22:4 Laun auðmýktar, ótta Drottins, eru auður, heiður og líf.

    22:5 Þyrnar, snörur, eru á vegi hins undirförula, sá sem varðveitir líf sitt, kemur ekki nærri þeim.

    22:6 Fræð þú sveininn um veginn, sem hann á að halda, og á gamals aldri mun hann ekki af honum víkja.

    22:7 Ríkur maður drottnar yfir fátækum, og lánþeginn verður þræll lánsalans.

    22:8 Sá sem ranglæti sáir, uppsker óhamingju, og sproti heiftar hans verður að engu.

    22:9 Sá sem er góðgjarn, verður blessaður, því að hann gefur hinum fátæka af brauði sínu.

    22:10 Rek þú spottarann burt, þá fer deilan burt, og þá linnir þrætu og smán.

    22:11 Drottinn elskar hjartahreinan, konungurinn er vinur þess, sem hefir yndisþokka á vörum sér.

    22:12 Augu Drottins varðveita þekkinguna, en orðum svikarans kollvarpar hann.

    22:13 Letinginn segir: ,,Ljón er úti fyrir, ég kynni að verða drepinn úti á götunni.``

    22:14 Djúp gröf er munnur léttúðarkvenna, sá sem verður fyrir reiði Drottins, fellur í hana.

    22:15 Ef fíflska situr föst í hjarta sveinsins, þá mun vöndur agans koma henni burt þaðan.

    22:16 Að kúga fátækan eykur efni hans, að gefa ríkum manni verður til þess eins að gjöra hann snauðan.

    22:17 Hneig eyra þitt og heyr orð hinna vitru, og snú athygli þinni að kenning minni,

    22:18 því að það er fagurt, ef þú geymir þau í brjósti þér, ef þau eru öll til taks á vörum þínum.

    22:19 Til þess að traust þitt sé á Drottni, fræði ég þig í dag, já þig.

    22:20 Vissulega skrifa ég kjarnyrði handa þér, með heilræðum og fræðslu,

    22:21 til þess að ég kunngjöri þér sannleika, áreiðanleg orð, svo að þú flytjir þeim áreiðanleg orð, er senda þig.

    22:22 Ræn eigi hinn lítilmótlega, af því að hann er lítilmótlegur, og knosa eigi hinn volaða í borgarhliðinu,

    22:23 því að Drottinn mun flytja mál þeirra og ræna þá lífinu, er þá ræna.

    22:24 Legg eigi lag þitt við reiðigjarnan mann og haf eigi umgengni við fauta,

    22:25 til þess að þú venjist eigi á háttsemi hans og sækir snöru fyrir líf þitt.

    22:26 Ver þú ekki meðal þeirra, er ganga til handsala, meðal þeirra, er ganga í ábyrgð fyrir skuldum,

    22:27 því þegar þú ekkert hefir að borga með, viltu þá láta taka sængina undan þér?

    22:28 Fær þú eigi úr stað hin fornu landamerki, þau er feður þínir hafa sett.

    22:29 Sjáir þú mann vel færan í verki sínu, hann getur boðið konungum þjónustu sína, eigi mun hann bjóða sig ótignum mönnum.

    GOTO NEXT CHAPTER - BIBLE INDEX & SEARCH

    God Rules.NET
    Search 100+ volumes of books at one time. Luther Bible Search Engine. Elberfelder Bible Search Engine. German SCH Bible Search Engine