18:1 Til söngstjórans. Eftir Davíð, þjón Drottins, er flutti Drottni orð þessara ljóða, þá er Drottinn frelsaði hann af hendi allra óvina hans og af hendi Sáls.
18:2 Hann mælti: Ég elska þig, Drottinn, þú styrkur minn.
18:3 Drottinn, bjarg mitt og vígi og frelsari minn, Guð minn, hellubjarg mitt, þar sem ég leita hælis, skjöldur minn og horn hjálpræðis míns, háborg mín!
18:4 Lofaður sé Drottinn, hrópa ég, og ég frelsast frá óvinum mínum.