3:1 Sálmur Davíðs, þá er hann flýði fyrir Absalon syni sínum.
3:2 Drottinn, hversu margir eru mótstöðumenn mínir, margir eru þeir er rísa upp í móti mér.
3:3 Margir segja um mig: ,,Hann fær enga hjálp hjá Guði!`` [Sela]
3:4 En þú, Drottinn, ert hlífiskjöldur minn, þú ert sæmd mín og lætur mig bera höfuð mitt hátt.
3:5 Þá er ég hrópa til Drottins, svarar hann mér frá fjallinu sínu helga. [Sela]
3:6 Ég leggst til hvíldar og sofna, ég vakna aftur, því að Drottinn hjálpar mér.
3:7 Ég óttast eigi hinn óteljandi manngrúa, er fylkir sér gegn mér á allar hliðar.
3:8 Rís þú upp, Drottinn, hjálpa mér, Guð minn, því að þú hefir lostið fjandmenn mína kinnhest, brotið tennur illvirkjanna.