Bad Advertisement?

News / Reviews:
  • World News
  • Movie Reviews
  • Book Search

    Are you a Christian?

    Online Store:
  • Visit Our eBay Store



  • ICELANDIC BIBLE - PSALMS 32

    PREVIOUS CHAPTER - NEXT CHAPTER - HELP


    32:1 Davíðsmaskíl. Sæll er sá er afbrotin eru fyrirgefin, synd hans hulin.

    32:2 Sæll er sá maður er Drottinn tilreiknar eigi misgjörð, sá er eigi geymir svik í anda.

    32:3 Meðan ég þagði, tærðust bein mín, allan daginn kveinaði ég,

    32:4 því að dag og nótt lá hönd þín þungt á mér, lífsvökvi minn þvarr sem í sumarbreiskju. [Sela]

    32:5 Þá játaði ég synd mína fyrir þér og fól eigi misgjörð mína. Ég mælti: ,,Ég vil játa afbrot mín fyrir Drottni,`` og þú fyrirgafst syndasekt mína. [Sela]

    32:6 Þess vegna biðji þig sérhver trúaður, meðan þig er að finna. Þótt vatnsflóðið komi, nær það honum eigi.

    32:7 Þú ert skjól mitt, þú leysir mig úr nauðum, með frelsisfögnuði umkringir þú mig. [Sela]

    32:8 Ég vil fræða þig og vísa þér veginn, er þú átt að ganga, ég vil kenna þér og hafa augun á þér:

    32:9 Verið eigi sem hestar eða skynlausir múlar; með taum og beisli verður að temja þrjósku þeirra, annars nálgast þeir þig ekki.

    32:10 Miklar eru þjáningar óguðlegs manns, en þann er treystir Drottni umlykur hann elsku.

    32:11 Gleðjist yfir Drottni og fagnið, þér réttlátir, kveðið fagnaðarópi, allir hjartahreinir!

    GOTO NEXT CHAPTER - BIBLE INDEX & SEARCH

    God Rules.NET
    Search 100+ volumes of books at one time. Luther Bible Search Engine. Elberfelder Bible Search Engine. German SCH Bible Search Engine