84:2 Hversu yndislegir eru bústaðir þínir, Drottinn hersveitanna.
84:3 Sálu mína langaði til, já, hún þráði forgarða Drottins, nú fagnar hjarta mitt og hold fyrir hinum lifanda Guði.
84:4 Jafnvel fuglinn hefir fundið hús, og svalan á sér hreiður, þar sem hún leggur unga sína: ölturu þín, Drottinn hersveitanna, konungur minn og Guð minn!
84:5 Sælir eru þeir, sem búa í húsi þínu, þeir munu ætíð lofa þig. [Sela]
84:6 Sælir eru þeir menn, sem finna styrk hjá þér, er þeir hugsa til helgigöngu.
84:7 Er þeir fara gegnum táradalinn, umbreyta þeir honum í vatnsríka vin, og haustregnið færir honum blessun.
84:8 Þeim eykst æ kraftur á göngunni og fá að líta Guð á Síon.
84:10 Guð, skjöldur vor, sjá og lít á auglit þíns smurða!
84:11 Því að einn dagur í forgörðum þínum er betri en þúsund aðrir, heldur vil ég standa við þröskuldinn í húsi Guðs míns en dvelja í tjöldum óguðlegra.
84:12 Því að Drottinn Guð er sól og skjöldur, náð og vegsemd veitir Drottinn. Hann synjar þeim engra gæða, er ganga í grandvarleik.
84:13 Drottinn hersveitanna, sæll er sá maður, sem treystir þér.