Bad Advertisement?

News / Reviews:
  • World News
  • Movie Reviews
  • Book Search

    Are you a Christian?

    Online Store:
  • Visit Our eBay Store



  • ICELANDIC BIBLE - SONG OF SOLOMON 2

    PREVIOUS CHAPTER - NEXT CHAPTER - HELP


    2:1 Ég er narsissa á Saronvöllum, lilja í dölunum.

    2:2 Eins og lilja meðal þyrna, svo er vina mín meðal meyjanna.

    2:3 Eins og apaldur meðal skógartrjánna, svo er unnusti minn meðal sveinanna. Í skugga hans þrái ég að sitja, og ávextir hans eru mér gómsætir.

    2:4 Hann leiddi mig í vínhúsið og merki hans yfir mér var elska.

    2:5 Endurnærið mig með rúsínukökum, hressið mig á eplum, því að ég er sjúk af ást.

    2:6 Vinstri hönd hans sé undir höfði mér, en hin hægri umfaðmi mig!

    2:7 Ég særi yður, Jerúsalemdætur, við skógargeiturnar, eða við hindirnar í haganum: Vekið ekki, vekið ekki elskuna, fyrr en hún sjálf vill.

    2:8 Heyr, það er unnusti minn! Sjá, þar kemur hann, stökkvandi yfir fjöllin, hlaupandi yfir hæðirnar.

    2:9 Unnusti minn er líkur skógargeit eða hindarkálfi. Hann stendur þegar bak við húsvegginn, horfir inn um gluggann, gægist inn um grindurnar.

    2:10 Unnusti minn tekur til máls og segir við mig: ,,Stattu upp, vina mín, fríða mín, æ kom þú!

    2:11 Því sjá, veturinn er liðinn, rigningarnar um garð gengnar, _ á enda.

    2:12 Blómin eru farin að sjást á jörðinni, tíminn til að sniðla vínviðinn er kominn, og kurr turtildúfunnar heyrist í landi voru.

    2:13 Ávextir fíkjutrésins eru þegar farnir að þroskast, og ilminn leggur af blómstrandi vínviðnum. Stattu upp, vina mín, fríða mín, æ kom þú!

    2:14 Dúfan mín í klettaskorunum, í fylgsni fjallhnúksins, lát mig sjá auglit þitt, lát mig heyra rödd þína! Því að rödd þín er sæt og auglit þitt yndislegt.

    2:15 Náið fyrir oss refunum, yrðlingunum, sem skemma víngarðana, því að víngarðar vorir standa í blóma.``

    2:16 Unnusti minn er minn, og ég er hans, hans, sem heldur hjörð sinni til haga meðal liljanna.

    2:17 Þangað til dagurinn verður svalur og skuggarnir flýja, snú þú aftur, unnusti minn, og líkst þú skógargeitinni eða hindarkálfi á anganfjöllum.

    GOTO NEXT CHAPTER - BIBLE INDEX & SEARCH

    God Rules.NET
    Search 100+ volumes of books at one time. Luther Bible Search Engine. Elberfelder Bible Search Engine. German SCH Bible Search Engine