4:1 Synir Júda: Peres, Hesron, Karmí, Húr og Sóbal.
4:2 En Reaja, sonur Sóbals, gat Jahat, Jahat gat Ahúmaí og Lahad. Þetta eru ættir Sóreatíta.
4:3 Þessir voru synir Etams: Jesreel, Jisma, Jídbas, en systir þeirra hét Haselelpóní.
4:4 Enn fremur Penúel, faðir Gedórs, og Eser, faðir Húsa. Þetta eru synir Húrs, frumburðar Efrata, föður að Betlehem.
4:5 Ashúr, faðir að Tekóa, átti tvær konur, Heleu og Naeru.
4:6 Og Naera ól honum Ahússam, Hefer, Temní og Ahastaríta. Þetta eru synir Naeru.
4:7 Og synir Heleu voru: Seret, Jísehar og Etnam.
4:8 En Kós gat Anúb, Sóbeba og ættir Aharhels, sonar Harúms.
4:9 En Jaebes var fyrir bræðrum sínum, og móðir hans nefndi hann Jaebes og mælti: ,,Ég hefi alið hann með harmkvælum.``
4:10 Og Jaebes ákallaði Guð Ísraels og mælti: ,,Blessa þú mig og auk landi við mig, og verði hönd þín með mér, og bæg þú ógæfunni frá mér, svo að engin harmkvæli komi yfir mig.`` Og Guð veitti honum það, sem hann bað um.
4:11 En Kelúb, bróðir Súha, gat Mehír. Hann er faðir Estóns.
4:12 En Estón gat Bet Rafa, Pasea og Tehinna, föður að borg Nahasar; þetta eru Rekamenn.
4:13 Synir Kenas: Otníel og Seraja. Og synir Otníels: Hatat.
4:14 En Meonotaí gat Ofra, og Seraja gat Jóab, föður að Smiðadal, því að þeir voru smiðir.
4:15 Synir Kalebs Jefúnnesonar: Írú, Ela og Naam; synir Ela: Kenas.
4:16 Synir Jehalelels: Síf, Sífa, Tirja og Asareel.
4:17 Synir Esra: Jeter, Mered, Efer og Jalon. Og þessir eru synir Bitju, dóttur Faraós, er gekk að eiga Mered: Hún ól Mirjam, Sammaí og Jísba, föður Estemóa.
4:18 En kona hans, er var frá Júda, ól Jered, föður að Gedór, og Heber, föður að Sókó, og Jekútíel, föður að Sanóa.
4:19 Synir konu Hódía, systur Nahams: faðir Kegílu, Garmíta, Estemóa og Maakatíta.
4:20 Synir Símons: Amnon, Rinna, Ben Hanan og Tílon; og synir Jíseí: Sóhet og sonur Sóhets.
4:21 Synir Sela, sonar Júda: Ger, faðir Leka, Laeda, faðir Maresa, og ættir baðmullarverkmannanna frá Bet Asbea,
4:22 enn fremur Jókím og mennirnir frá Kóseba, Jóas og Saraf, er unnu Móab og Jasúbí Lehem. Þetta eru fornar sögur.
4:23 Þeir voru leirkerasmiðir og byggðu Netaím og Gedera. Hjá konungi, við þjónustu hans, þar bjuggu þeir.
4:25 Hans sonur var Sallúm, hans son Mibsam, hans son Misma.
4:26 Og synir Misma voru: Hammúel, sonur hans, hans son Sakkúr, hans son Símeí.
4:27 Símeí átti sextán sonu og sex dætur, en bræður hans áttu eigi margt barna, og ætt þeirra varð eigi svo fjölmenn sem Júdamenn.
4:28 Þeir bjuggu í Beerseba, Mólada, Hasar Súal,
4:29 Bílha, Esem, Tólad,
4:30 Betúel, Harma, Siklag,
4:31 Bet Markabót, Hasar Súsím, Bet Bíreí og Saaraím. Þetta voru borgir þeirra, þangað til Davíð tók ríki.
4:32 Og þorp þeirra voru: Etam, Ain, Rimmon, Tóken og Asan _ fimm borgir,
4:33 og auk þess öll þau þorp, er lágu kringum borgir þessar, allt til Baal. Þetta voru bústaðir þeirra, og höfðu þeir ættartal fyrir sig.
4:34 Mesóbab, Jamlek, Jósa, sonur Amasja,
4:35 Jóel, Jehú, sonur Jósíbja, Serajasonar, Asíelssonar,
4:36 og Eljóenaí, Jaakoba, Jesóhaja, Asaja, Adíel, Jesímíel og Benaja,
4:37 Sísa, sonur Sífeí, Allonssonar, Jedajasonar, Simrísonar, Semajasonar;
4:38 þessir menn sem hér eru nafngreindir, voru höfðingjar í ættum sínum, og hafa ættir þeirra orðið mjög fjölmennar.
4:39 Og þeir fóru þaðan, er leið liggur til Gedór, allt þar til kemur austur fyrir dalinn, til þess að leita haglendis fyrir sauði sína.
4:40 Og þeir fundu feitt og gott haglendi, og landrými var þar mikið, og rólegt var þar og friðsamlegt, því að þeir, er áður höfðu byggt þar, voru komnir af Kam.
4:41 Þá komu þeir, sem hér eru nafngreindir, á dögum Hiskía Júdakonungs, eyddu tjöldum þeirra og drápu Meúníta, sem þar voru, og gjöreyddu þeim allt fram á þennan dag og bjuggu þar eftir þá, því að þar var haglendi fyrir sauði þeirra.
4:42 Og af þeim Símeonsniðjum fóru fimm hundruð manns til Seírfjalla, og voru þeir Pelatja, Nearja, Refaja og Ússíel, synir Jíseí, fyrir þeim.
4:43 Drápu þeir hinar síðustu leifar Amalekíta og bjuggu þar allt fram á þennan dag.