Bad Advertisement?

News / Reviews:
  • World News
  • Movie Reviews
  • Book Search

    Are you a Christian?

    Online Store:
  • Visit Our eBay Store



  • ICELANDIC BIBLE - 1CHRONICLES 7

    PREVIOUS CHAPTER - NEXT CHAPTER - HELP


    7:1 Synir Íssakars: Tóla, Púa, Jasúb og Simron _ fjórir alls.

    7:2 Synir Tóla: Ússí, Refaja, Jeríel, Jahemaí, Jíbsam og Samúel. Voru þeir höfðingjar í ættum sínum í Tóla, kappar miklir í ættum sínum; voru þeir á dögum Davíðs tuttugu og tvö þúsund og sex hundruð að tölu.

    7:3 Synir Ússí voru: Jísrahja; synir Jísrahja: Míkael, Óbadía, Jóel, Jissía, alls fimm ætthöfðingjar.

    7:4 Og til þeirra töldust eftir ættum þeirra, eftir frændliði þeirra, hermannasveitir, þrjátíu og sex þúsund manns, því að þeir áttu margar konur og börn.

    7:5 Og frændur þeirra, allar ættir Íssakars, voru kappar miklir. Töldust þeir alls vera áttatíu og sjö þúsundir.

    7:6 Synir Benjamíns: Bela, Beker, Jedíael _ þrír alls.

    7:7 Og synir Bela: Esbón, Ússí, Ússíel, Jerímót og Írí, fimm alls. Voru þeir ætthöfðingjar og kappar miklir, og töldust þeir að vera tuttugu og tvö þúsund þrjátíu og fjórir.

    7:8 Og synir Bekers: Semíra, Jóas, Elíeser, Eljóenaí, Omrí, Jeremót, Abía, Anatót og Alemet. Allir þessir voru synir Bekers.

    7:9 Og þeir töldust eftir ættum sínum, ætthöfðingjum sínum, er voru kappar miklir, tuttugu þúsund og tvö hundruð.

    7:10 Og synir Jedíaels: Bílhan; og synir Bílhans: Jeús, Benjamín, Ehúð, Kenaana, Setan, Tarsis og Ahísahar.

    7:11 Allir þessir voru synir Jedíaels, ætthöfðingjar, kappar miklir, seytján þúsund og tvö hundruð vígra manna.

    7:12 Súppím og Húppím voru synir Írs, en Húsím sonur Akers.

    7:13 Synir Naftalí: Jahsíel, Gúní, Jeser og Sallúm, synir Bílu.

    7:14 Synir Manasse: Asríel, er kona hans ól. Hin sýrlenska hjákona hans ól Makír, föður Gíleaðs.

    7:15 Og Makír tók konu handa Húppím og Súppím, en systir hans hét Maaka. Hinn annar hét Selófhað, og Selófhað átti dætur.

    7:16 Og Maaka, kona Makírs, ól son og nefndi hann Peres. En bróðir hans hét Seres, og synir hans voru Úlam og Rekem.

    7:17 Og synir Úlams: Bedan. Þessir eru synir Gíleaðs Makírssonar, Manassesonar.

    7:18 En Hammóleket systir hans ól Íshód, Abíeser og Mahela.

    7:19 Og synir Semída voru: Ahjan, Sekem, Líkhí og Aníam.

    7:20 Synir Efraíms: Sútela, hans son var Bered, hans son Tahat, hans son Eleada, hans son Tahat,

    7:21 hans son Sóbad, hans son Sútela, Eser og Elead, en Gat-menn, þeir er fæddir voru í landinu, drápu þá, er þeir fóru til þess að ræna hjörðum þeirra.

    7:22 Þá harmaði Efraím faðir þeirra lengi, og bræður hans komu til þess að hugga hann.

    7:23 Og hann gekk inn til konu sinnar, og hún varð þunguð og ól son, og hann nefndi hann Bería, því að ógæfu hafði að borið í húsi hans.

    7:24 En dóttir hans var Seera. Hún byggði neðri og efri Bet Hóron og Ússen Seera.

    7:25 Og sonur hans var Refa og Resef. Hans son var Tela, hans son Tahan,

    7:26 hans son Laedan, hans son Ammíhúd, hans son Elísama,

    7:27 hans son Nún, hans son Jósúa.

    7:28 Óðal þeirra og bústaðir voru: Betel og þorpin umhverfis, austur að Naaran og vestur að Geser og þorpunum umhverfis, enn fremur Síkem og þorpin umhverfis til Aja og þorpanna umhverfis.

    7:29 Og í höndum Manassesona voru: Bet Sean og þorpin umhverfis, Taana og þorpin umhverfis, Megiddó og þorpin umhverfis, Dór og þorpin umhverfis. Þar bjuggu synir Jósefs, sonar Ísraels.

    7:30 Synir Assers: Jímna, Jísva, Jísví og Bería, og systir þeirra var Seera.

    7:31 Og synir Bería: Heber og Malkíel. Hann er faðir Birsaíts.

    7:32 En Heber gat Jaflet, Semer, Hótam og Súu, systur þeirra.

    7:33 Og synir Jaflets: Pasak, Bímehal og Asvat. Þessir voru synir Jaflets.

    7:34 Og synir Semers: Ahí, Róhga, Húbba og Aram.

    7:35 Og synir Helems, bróður hans: Sófa, Jímna, Seles og Amal.

    7:36 Synir Sófa voru: Súa, Harnefer, Súal, Berí, Jímra,

    7:37 Beser, Hód, Samma, Silsa, Jítran og Beera.

    7:38 Og synir Jeters: Jefúnne, Pispa og Ara.

    7:39 Og synir Úlla: Ara, Hanníel og Risja.

    7:40 Allir þessir voru synir Assers, ætthöfðingjar, frábærir kappar, höfðingjar meðal þjóðhöfðingja. Töldust þeir, er skráðir voru til herþjónustu, tuttugu og sex þúsundir manns.

    GOTO NEXT CHAPTER - BIBLE INDEX & SEARCH

    God Rules.NET
    Search 100+ volumes of books at one time. Luther Bible Search Engine. Elberfelder Bible Search Engine. German SCH Bible Search Engine