27:11 En Davíð lét hvorki menn né konur lífi halda til þess að flytja það til Gat, með því að hann hugsaði: ,,Þau kynnu að segja eftir oss og taka svo til orða: Svo hefir Davíð að farið.`` Og sá var siður hans allan þann tíma, sem hann bjó í Filistalandi.
27:12 Og Akís trúði Davíð, með því að hann hugsaði: ,,Honum er ekki lengur vært hjá þjóð sinni Ísrael, og fyrir því mun hann ævinlega verða í minni þjónustu.``