Bad Advertisement?

News / Reviews:
  • World News
  • Movie Reviews
  • Book Search

    Are you a Christian?

    Online Store:
  • Visit Our eBay Store



  • ICELANDIC BIBLE - 1SAMUEL 28

    PREVIOUS CHAPTER - NEXT CHAPTER - HELP


    28:1 Í þann tíma drógu Filistar saman her sinn og bjuggust að fara í hernað móti Ísrael. Og Akís sagði við Davíð: ,,Vita skaltu, að þú verður að fara með mér í leiðangurinn, bæði þú og menn þínir.``

    28:2 Davíð svaraði Akís: ,,Nú skalt þú fá að reyna, hverju þjónn þinn fær orkað.`` Og Akís sagði við Davíð: ,,Þá skipa ég þig höfuðvörð minn allar stundir.``

    28:3 Samúel var dáinn, og allur Ísrael hafði syrgt hann og jarðað hann í Rama, hans eigin borg. En Sál hafði gjört landræka alla andasæringamenn og spásagnamenn.

    28:4 Nú söfnuðust Filistar saman og komu og settu herbúðir sínar í Súnem. Þá safnaði Sál saman öllum Ísrael og setti herbúðir sínar á Gilbóafjalli.

    28:5 En þegar Sál sá her Filista, varð hann hræddur og missti móðinn.

    28:6 Sál gekk til frétta við Drottin, en Drottinn svaraði honum ekki, hvorki í draumum né með úrím né fyrir milligöngu spámannanna.

    28:7 Þá sagði Sál við þjóna sína: ,,Leitið fyrir mig að særingakonu, svo að ég geti farið til hennar og leitað frétta hjá henni.`` Og þjónar hans sögðu við hann: ,,Í Endór er særingakona.``

    28:8 Sál gjörði sig torkennilegan og klæddist dularbúningi og lagði af stað og tveir menn með honum. Þeir komu til konunnar um nótt, og Sál sagði: ,,Lát þú andann spá mér og lát koma fram þann, er ég nefni til við þig.``

    28:9 Konan svaraði honum: ,,Sjá, þú veist, hvað Sál hefir gjört, að hann hefir upprætt úr landinu alla andasæringamenn og spásagnamenn. Hví leggur þú þá snöru fyrir mig til þess að deyða mig?``

    28:10 Þá vann Sál henni eið við Drottin og mælti: ,,Svo sannarlega sem Drottinn lifir skal engin sök á þig falla fyrir þetta.``

    28:11 Þá sagði konan: ,,Hvern viltu að ég láti koma fram?`` Hann svaraði: ,,Lát þú Samúel koma fram fyrir mig.``

    28:12 En er konan sá Samúel, hljóðaði hún upp yfir sig. Og konan sagði við Sál: ,,Hví hefir þú svikið mig? Þú ert Sál.``

    28:13 En konungurinn mælti til hennar: ,,Ver þú óhrædd. En hvað sér þú?`` Og konan sagði við Sál: ,,Ég sé anda koma upp úr jörðinni.``

    28:14 Hann sagði við hana: ,,Hvernig er hann í hátt?`` Hún svaraði: ,,Gamall maður stígur upp og er hjúpaður skikkju.`` Þá skildi Sál, að það var Samúel, og hneigði andlit sitt til jarðar og laut honum.

    28:15 Þá sagði Samúel við Sál: ,,Hví hefir þú ónáðað mig og látið kalla mig fram?`` Sál mælti: ,,Ég er í miklum nauðum staddur. Filistar herja á mig, og Guð er frá mér vikinn og svarar mér ekki lengur, hvorki fyrir milligöngu spámannanna né í draumum. Fyrir því lét ég kalla þig, til þess að þú segir mér, hvað ég á að gjöra.``

    28:16 Samúel svaraði: ,,Hví spyr þú mig þá, fyrst Drottinn er frá þér vikinn og orðinn óvinur þinn?

    28:17 Drottinn hefir þá við þig gjört, eins og hann hefir sagt fyrir minn munn. Drottinn hefir rifið frá þér konungdóminn og gefið hann öðrum, gefið Davíð hann.

    28:18 Af því að þú hlýddir ekki boði Drottins og framkvæmdir ekki hans brennandi reiði á Amalek, fyrir því hefir Drottinn gjört þér þetta í dag.

    28:19 Og Drottinn mun og gefa Ísrael ásamt þér í hendur Filista, og á morgun munt þú og synir þínir hjá mér vera. Drottinn mun og gefa her Ísraels í hendur Filista.``

    28:20 Þá varð Sál hræddur og féll endilangur til jarðar, og hann skelfdist mjög af orðum Samúels. Hann var og magnþrota, því að hann hafði eigi matar neytt allan daginn og alla nóttina.

    28:21 Konan gekk nú til Sáls, og er hún sá, hversu mjög hann var felmtsfullur, sagði hún við hann: ,,Sjá, ambátt þín hefir hlýtt raustu þinni, og ég hefi lagt líf mitt í hættu, og ég hefi gjört það, sem þú baðst mig um.

    28:22 Hlýð þú þá líka raust ambáttar þinnar: Ég ætla að færa þér matarbita, og skalt þú eta, svo að þér aukist þróttur og þú getir farið leiðar þinnar.``

    28:23 En hann færðist undan og sagði: ,,Eigi vil ég eta.`` En er bæði menn hans og konan lögðu að honum, þá lét hann að orðum þeirra og stóð upp af gólfinu og settist á rúmið.

    28:24 Og konan átti alikálf í húsinu. Slátraði hún honum í skyndi, tók mjöl, hnoðaði það og bakaði úr því ósýrðar kökur.

    28:25 Síðan bar hún það fyrir Sál og menn hans, og er þeir höfðu etið, tóku þeir sig upp og lögðu af stað þessa sömu nótt.

    GOTO NEXT CHAPTER - BIBLE INDEX & SEARCH

    God Rules.NET
    Search 100+ volumes of books at one time. Luther Bible Search Engine. Elberfelder Bible Search Engine. German SCH Bible Search Engine