2:1 Þessir eru þeir úr skattlandinu, er heim fóru úr herleiðingarútlegðinni, þeir er Nebúkadnesar konungur í Babýlon hafði herleitt til Babýlon og nú sneru aftur til Jerúsalem og Júda, hver til sinnar borgar,
2:2 þeir sem komu með Serúbabel, Jósúa, Nehemía, Seraja, Reelja, Mordekai, Bilsan, Mispar, Bigvaí, Rehúm og Baana. Talan á mönnum Ísraelslýðs var:
2:3 Niðjar Parós: 2.172.
2:4 Niðjar Sefatja: 372.
2:5 Niðjar Ara: 775.
2:6 Niðjar Pahat Móabs, sem sé niðjar Jesúa og Jóabs: 2.812.
2:7 Niðjar Elams: 1.254.
2:8 Niðjar Sattú: 945.
2:9 Niðjar Sakkaí: 760.
2:10 Niðjar Baní: 642.
2:11 Niðjar Bebaí: 623.
2:12 Niðjar Asgads: 1.222.
2:13 Niðjar Adóníkams: 666.
2:14 Niðjar Bigvaí: 2.056.
2:15 Niðjar Adíns: 454.
2:16 Niðjar Aters, frá Hiskía: 98.
2:17 Niðjar Besaí: 323.
2:18 Niðjar Jóra: 112.
2:19 Niðjar Hasúms: 223.
2:20 Niðjar Gibbars: 95.
2:21 Ættaðir frá Betlehem: 123.
2:22 Menn frá Netófa: 56.
2:23 Menn frá Anatót: 128.
2:24 Ættaðir frá Asmavet: 42.
2:25 Ættaðir frá Kirjat Jearím, Kefíra og Beerót: 743.
2:26 Ættaðir frá Rama og Geba: 621.
2:27 Menn frá Mikmas: 122.
2:28 Menn frá Betel og Aí: 223.
2:29 Ættaðir frá Nebó: 52.
2:30 Niðjar Magbis: 156.
2:31 Niðjar Elams hins annars: 1.254.
2:32 Niðjar Haríms: 320.
2:33 Ættaðir frá Lód, Hadíd og Ónó: 725.
2:34 Ættaðir frá Jeríkó: 345.
2:35 Ættaðir frá Senaa: 3.630.
2:36 Prestarnir: Niðjar Jedaja, af ætt Jesúa: 973.
2:37 Niðjar Immers: 1.052.
2:38 Niðjar Pashúrs: 1.247.
2:39 Niðjar Haríms: 1.017.
2:40 Levítarnir: Niðjar Jesúa og Kadmíels, af niðjum Hódavja: 74.
2:58 Allir musterisþjónarnir og niðjar þræla Salómons voru 392.
2:59 Og þessir eru þeir, sem fóru heim frá Tel Mela, Tel Harsa, Kerúb, Addan, Immer, en kunnu eigi að greina ætt sína og uppruna, hvort þeir væru komnir af Ísrael:
2:61 Og af niðjum prestanna: Niðjar Habaja, niðjar Hakkós, niðjar Barsillaí, er gengið hafði að eiga eina af dætrum Barsillaí Gíleaðíta og nefndur hafði verið nafni þeirra.
2:62 Þessir leituðu að ættartölum sínum, en þær fundust ekki. Var þeim því hrundið frá prestdómi.
2:63 Og landstjórinn sagði þeim, að þeir mættu ekki eta af hinu háheilaga, þar til er kæmi fram prestur, er kynni að fara með úrím og túmmím.
2:64 Allur söfnuðurinn var til samans 42.360,
2:65 auk þræla þeirra og ambátta, er voru 7.337. Þeir höfðu 200 söngvara og söngkonur.
2:66 Hestar þeirra voru 736, múlar 245,
2:67 úlfaldar 435, asnar 6.720.
2:68 Og sumir ætthöfðingjanna gáfu, er þeir komu til musteris Drottins í Jerúsalem, sjálfviljagjafir til musteris Guðs, til þess að það yrði reist á sínum stað.
2:69 Gáfu þeir hver eftir efnum sínum í byggingarsjóðinn: í gulli 6.100 daríka og í silfri 5.000 mínur, og 100 prestserki.
2:70 Þannig settust prestarnir og levítarnir og nokkrir af lýðnum og söngvararnir og hliðverðirnir og musterisþjónarnir að í borgum sínum. Og allur Ísrael tók sér bólfestu í borgum sínum.