4:25 Og Adam kenndi enn að nýju konu sinnar, og hún ól son og kallaði hann Set. ,,Því að nú hefir Guð,`` kvað hún, ,,gefið mér annað afkvæmi í stað Abels, þar eð Kain drap hann.``
4:26 En Set fæddist og sonur, og nefndi hann nafn hans Enos. Þá hófu menn að ákalla nafn Drottins.