Bad Advertisement?

News / Reviews:
  • World News
  • Movie Reviews
  • Book Search

    Are you a Christian?

    Online Store:
  • Visit Our eBay Store



  • ICELANDIC BIBLE - GENESIS 5

    PREVIOUS CHAPTER - NEXT CHAPTER - HELP


    5:1 Þetta er ættarskrá Adams: Þegar Guð skapaði Adam, gjörði Guð hann sér líkan.

    5:2 Hann skóp þau mann og konu og blessaði þau og nefndi þau menn, er þau voru sköpuð.

    5:3 Adam lifði hundrað og þrjátíu ár. Þá gat hann son í líking sinni, eftir sinni mynd, og nefndi hann Set.

    5:4 Og dagar Adams, eftir að hann gat Set, voru átta hundruð ár, og hann gat sonu og dætur.

    5:5 Og allir dagar Adams, sem hann lifði, voru níu hundruð og þrjátíu ár. Þá dó hann.

    5:6 Þegar Set var orðinn hundrað og fimm ára gamall gat hann Enos.

    5:7 Eftir að Set gat Enos lifði hann átta hundruð og sjö ár og gat sonu og dætur.

    5:8 Og allir dagar Sets voru níu hundruð og tólf ár, þá andaðist hann.

    5:9 Enos var níutíu ára, er hann gat Kenan.

    5:10 Og eftir að Enos gat Kenan lifði hann átta hundruð og fimmtán ár og gat sonu og dætur.

    5:11 Og allir dagar Enoss voru níu hundruð og fimm ár, þá andaðist hann.

    5:12 Þá er Kenan var sjötíu ára, gat hann Mahalalel.

    5:13 Og Kenan lifði, eftir að hann gat Mahalalel, átta hundruð og fjörutíu ár og gat sonu og dætur.

    5:14 Og allir dagar Kenans urðu níu hundruð og tíu ár, þá andaðist hann.

    5:15 Er Mahalalel var sextíu og fimm ára, gat hann Jared.

    5:16 Og Mahalalel lifði, eftir að hann gat Jared, átta hundruð og þrjátíu ár og gat sonu og dætur.

    5:17 Og allir dagar Mahalalels voru átta hundruð níutíu og fimm ár, þá andaðist hann.

    5:18 Er Jared var hundrað sextíu og tveggja ára, gat hann Enok.

    5:19 Og Jared lifði, eftir að hann gat Enok, átta hundruð ár og gat sonu og dætur.

    5:20 Og allir dagar Jareds voru níu hundruð sextíu og tvö ár, þá andaðist hann.

    5:21 Er Enok var sextíu og fimm ára, gat hann Metúsala.

    5:22 Og eftir að Enok gat Metúsala gekk hann með Guði þrjú hundruð ár og gat sonu og dætur.

    5:23 Og allir dagar Enoks voru þrjú hundruð sextíu og fimm ár.

    5:24 Og Enok gekk með Guði og hvarf, af því að Guð nam hann burt.

    5:25 Er Metúsala var hundrað áttatíu og sjö ára, gat hann Lamek.

    5:26 Og Metúsala lifði, eftir að hann gat Lamek, sjö hundruð áttatíu og tvö ár og gat sonu og dætur.

    5:27 Og allir dagar Metúsala voru níu hundruð sextíu og níu ár, þá andaðist hann.

    5:28 Er Lamek var hundrað áttatíu og tveggja ára, gat hann son.

    5:29 Og hann nefndi hann Nóa og mælti: ,,Þessi mun hugga oss í erfiði voru og striti handa vorra, er jörðin, sem Drottinn bölvaði, bakar oss.``

    5:30 Og Lamek lifði, eftir að hann gat Nóa, fimm hundruð níutíu og fimm ár og gat sonu og dætur.

    5:31 Og allir dagar Lameks voru sjö hundruð sjötíu og sjö ár, þá andaðist hann.

    5:32 Og er Nói var fimm hundruð ára, gat hann Sem, Kam og Jafet.

    GOTO NEXT CHAPTER - BIBLE INDEX & SEARCH

    God Rules.NET
    Search 100+ volumes of books at one time. Luther Bible Search Engine. Elberfelder Bible Search Engine. German SCH Bible Search Engine