Bad Advertisement?

News / Reviews:
  • World News
  • Movie Reviews
  • Book Search

    Are you a Christian?

    Online Store:
  • Visit Our eBay Store



  • ICELANDIC BIBLE - JEREMIAH 48

    PREVIOUS CHAPTER - NEXT CHAPTER - HELP


    48:1 Um Móab. Svo segir Drottinn allsherjar, Ísraels Guð: Vei yfir Nebó, því að hún er eydd, orðin til skammar, Kirjataím er unnin, háborgin er orðin til skammar og skelfd.

    48:2 Frægð Móabs er farin. Í Hesbon brugga menn ill ráð gegn borginni: ,,Komið, vér skulum uppræta hana, svo að hún sé eigi framar þjóð!`` Einnig þú, Madmen, munt gjöreydd verða, sverðið eltir þig!

    48:3 Neyðarkvein heyrist frá Hórónaím: ,,Eyðing og ógurleg tortíming!``

    48:4 Móab er í eyði lagður, þeir láta neyðarkvein heyrast allt til Sóar,

    48:5 því að grátandi ganga þeir upp stíginn hjá Lúkít, já, í hlíðinni hjá Hórónaím heyra menn neyðarkvein tortímingarinnar.

    48:6 Flýið, forðið lífi yðar, og verðið eins og einirunnur í eyðimörkinni!

    48:7 Af því að þú reiddir þig á káksmíðar þínar og fjársjóðu þína, verður þú og unnin, og Kamos verður að fara í útlegð, prestar hans og höfðingjar hver með öðrum.

    48:8 Eyðandinn kemur yfir hverja borg, engin borg kemst undan. Dalurinn ferst og sléttlendið eyðileggst, eins og Drottinn hefir sagt.

    48:9 Fáið Móab vængi, því að á flugferð skal hann brott fara, og borgir hans skulu verða að auðn og enginn í þeim búa.

    48:10 Bölvaður sé sá, sem slælega framkvæmir verk Drottins, og bölvaður sé sá, sem synjar sverði sínu um blóð!

    48:11 Móab hefir lifað í friði frá æsku og legið í náðum á dreggjum sínum. Honum hefir ekki verið hellt úr einu kerinu í annað, og aldrei hefir hann farið í útlegð. Fyrir því hefir bragðið af honum haldist og ilmurinn af honum eigi breytst.

    48:12 Sjá, þeir dagar munu því koma, segir Drottinn, að ég sendi honum tæmendur, sem tæma hann. Þeir skulu hella úr kerum hans og mölva sundur krúsir hans.

    48:13 Þá mun Móab verða til skammar vegna Kamoss, eins og Ísraels hús varð til skammar vegna Betel, er það treysti á.

    48:14 Hvernig getið þér sagt: ,,Vér erum hetjur og öflugir hermenn?``

    48:15 Eyðandi Móabs og borga hans kemur þegar, og úrval æskumanna hans hnígur niður til slátrunar _ segir konungurinn. Drottinn allsherjar er nafn hans.

    48:16 Eyðilegging Móabs er komin nærri og óhamingja hans hraðar sér mjög.

    48:17 Vottið honum hluttekning, allir þér nábúar hans, og allir þér, sem þekkið nafn hans. Segið: ,,Hvernig brotnaði stafurinn sterki, sprotinn dýrlegi!``

    48:18 Stíg niður úr vegsemdinni og sest í duftið, þú sem þar býr, dóttirin Díbon, því að eyðandi Móabs kemur í móti þér, eyðir vígi þín.

    48:19 Gakk út á veginn og skyggnst um, þú sem býr í Aróer, spyr flóttamanninn og þá konu, er undan hefir komist, og seg: ,,Hvað hefir til borið?``

    48:20 Móab varð til skammar, já skelfdist. Hljóðið og kveinið! Kunngjörið hjá Arnon, að Móab sé eyddur.

    48:21 Dómur er genginn yfir sléttulandið, yfir Hólon og Jahsa og Mefaat,

    48:22 yfir Díbon, Nebó og Bet-Díblataím,

    48:23 yfir Kirjataím, Bet-Gamúl og Bet-Meon,

    48:24 yfir Keríót, Bosra, og allar borgir Móabslands, fjær og nær.

    48:25 Horn Móabs er afhöggvið og armur hans brotinn _ segir Drottinn.

    48:26 Gjörið hann drukkinn _ því að gegn Drottni hefir hann miklast _, til þess að Móab skelli ofan í spýju sína og verði líka að athlægi.

    48:27 Eða var Ísrael þér eigi hlátursefni? Var hann gripinn með þjófum, þar sem þú hristir höfuðið í hvert sinn sem þú talar um hann?

    48:28 Yfirgefið borgirnar og setjist að í klettaskorum, þér íbúar Móabs, og verið eins og dúfan, sem hreiðrar sig hinum megin á gjárbarminum.

    48:29 Heyrt höfum vér um drambsemi Móabs _ hann er mjög hrokafullur _ um hroka hans, drambsemi, ofmetnað og yfirlæti hans.

    48:30 Já, ég þekki _ segir Drottinn _ ofsa hans: Svo marklaus eru stóryrði hans, svo marklaust það, er þeir gjöra.

    48:31 Fyrir því kveina ég yfir Móab og hljóða yfir Móab öllum, yfir mönnunum frá Kír-Heres mun andvarpað verða.

    48:32 Meir en grátið verður yfir Jaser, græt ég yfir þér, vínviður Síbma. Greinar þínar fóru yfir hafið, komust til Jaser, á sumargróða þinn og vínberjatekju hefir eyðandinn ráðist.

    48:33 Fögnuður og kæti er horfin úr aldingörðunum og úr Móabslandi. Vínið læt ég þverra í vínþröngunum, troðslumaðurinn mun eigi framar troða, fagnaðarópið er ekkert fagnaðaróp.

    48:34 Frá hinni kveinandi Hesbon allt til Eleale, allt til Jahas láta þeir raust sína glymja, frá Sóar allt til Hórónaím, allt til Eglat-Selisía, því að einnig Nimrímvötn verða að öræfum.

    48:35 Og ég eyði úr Móab _ segir Drottinn _ sérhverjum þeim, sem stígur upp á fórnarhæð og færir guði sínum reykelsi.

    48:36 Fyrir því kveinar hjarta mitt yfir Móab eins og hljóðpípur og hjarta mitt kveinar yfir mönnunum frá Kír-Heres eins og hljóðpípur, fyrir því misstu þeir það, er þeir höfðu dregið saman.

    48:37 Því að hvert höfuð er sköllótt orðið og allt skegg af rakað, á öllum handleggjum eru skinnsprettur, og hærusekkur um mjaðmir.

    48:38 Uppi á öllum þökum í Móab og á torgunum heyrist ekki annað en harmakvein, því að ég hefi brotið Móab eins og ker, sem engum manni geðjast að, _ segir Drottinn.

    48:39 Hversu er hann skelfdur! Hljóðið! Hversu hefir Móab snúið baki við! Fyrirverð þig! Og Móab skal verða til athlægis og skelfingar öllum nágrönnum sínum.

    48:40 Svo segir Drottinn: Sjá, hann kemur fljúgandi eins og örn og breiðir vængi sína út yfir Móab.

    48:41 Borgirnar eru teknar og vígin unnin, og hjarta Móabs kappa mun á þeim degi verða eins og hjarta konu, sem er í barnsnauð.

    48:42 En Móab mun afmáður verða, svo að hann verði eigi þjóð framar, því að hann hefir miklast gegn Drottni.

    48:43 Geigur, gröf og gildra koma yfir þig, Móabsbúi _ segir Drottinn.

    48:44 Sá, sem flýr undan geignum, fellur í gröfina, og sá, sem kemst upp úr gröfinni, festist í gildrunni. Því að þetta leiði ég yfir Móab árið, sem þeim verður hegnt _ segir Drottinn.

    48:45 Í skugga Hesbon nema flóttamenn staðar magnlausir, en eldur brýst út úr Hesbon og logi úr höll Síhons, hann eyðir þunnvanganum á Móab og hvirflinum á hávaðamönnum.

    48:46 Vei þér, Móab! Það er úti um lýð Kamoss! Því að synir þínir munu verða fluttir burt til herleiðingar og dætur þínar hernumdar.

    48:47 En ég mun snúa við högum Móabs, þá er fram líða stundir _ segir Drottinn. Hér lýkur dómsorðunum yfir Móab.

    GOTO NEXT CHAPTER - BIBLE INDEX & SEARCH

    God Rules.NET
    Search 100+ volumes of books at one time. Luther Bible Search Engine. Elberfelder Bible Search Engine. German SCH Bible Search Engine