38:38 þegar moldin rennur saman í kökk og hnausarnir loða hver við annan?
38:39 Veiðir þú bráðina fyrir ljónynjuna, og seður þú græðgi ungljónanna,
38:40 þá er þau kúra í bæli sínu og vaka yfir veiði í þéttum runni?
38:41 Hver býr hrafninum fæðu hans, þá er ungar hans hrópa til Guðs, flögra til og frá ætislausir?