Bad Advertisement?

News / Reviews:
  • World News
  • Movie Reviews
  • Book Search

    Are you a Christian?

    Online Store:
  • Visit Our eBay Store



  • ICELANDIC BIBLE - JOB 6

    PREVIOUS CHAPTER - NEXT CHAPTER - HELP


    6:1 Þá svaraði Job og sagði:

    6:2 Ó að gremja mín væri vegin og ógæfa mín lögð á vogarskálar!

    6:3 Hún er þyngri en sandur hafsins, fyrir því hefi ég eigi taumhald á tungu minni.

    6:4 Því að örvar hins Almáttka sitja fastar í mér, og andi minn drekkur í sig eitur þeirra. Ógnir Guðs steðja að mér.

    6:5 Rymur skógarasninn yfir grængresinu, eða öskrar nautið yfir fóðri sínu?

    6:6 Verður hið bragðlausa etið saltlaust, eða er gott bragð að hvítunni í egginu?

    6:7 Matur minn fær mér ógleði, mig velgir við að snerta hann.

    6:8 Ó að ósk mín uppfylltist, og Guð léti von mína rætast!

    6:9 Ég vildi að Guði þóknaðist að merja mig sundur, rétta út höndina og skera lífsþráð minn sundur!

    6:10 Þá væri það þó enn huggun mín _ og ég skyldi hoppa af gleði í vægðarlausri kvölinni _ að ég hefi aldrei afneitað orðum hins Heilaga.

    6:11 Hver er kraftur minn, að ég skyldi þreyja, og hver verða endalok mín, að ég skyldi vera þolinmóður?

    6:12 Er þá kraftur minn kletta kraftur, eða er líkami minn af eiri?

    6:13 Er ég ekki með öllu hjálparvana og öll frelsun frá mér hrakin?

    6:14 Hrelldur maður á heimting á meðaumkun hjá vini sínum, enda þótt hann hætti að óttast hinn Almáttka.

    6:15 Bræður mínir brugðust eins og lækur, eins og farvegur lækja, sem flóa yfir,

    6:16 sem gruggugir eru af ís og snjórinn hverfur ofan í.

    6:17 Jafnskjótt og þeir bakast af sólinni, þorna þeir upp, þegar hitnar, hverfa þeir burt af stað sínum.

    6:18 Kaupmannalestirnar beygja af leið sinni, halda upp í eyðimörkina og farast.

    6:19 Kaupmannalestir frá Tema skyggndust eftir þeim, ferðamannahópar frá Saba reiddu sig á þá.

    6:20 Þeir urðu sér til skammar fyrir vonina, þeir komu þangað og urðu sneyptir.

    6:21 Þannig eruð þér nú orðnir fyrir mér, þér sáuð skelfing og skelfdust.

    6:22 Hefi ég sagt: ,,Færið mér eitthvað og borgið af eigum yðar fyrir mig,

    6:23 frelsið mig úr höndum óvinarins og leysið mig undan valdi kúgarans``?

    6:24 Fræðið mig, og ég skal þegja, og sýnið mér, í hverju mér hefir á orðið.

    6:25 Hversu áhrifamikil eru einlægninnar orð, en hvað sanna átölur yðar?

    6:26 Hafið þér í hyggju að ásaka orð? Ummæli örvilnaðs manns hverfa út í vindinn.

    6:27 Þér munduð jafnvel hluta um föðurleysingjann og selja vin yðar.

    6:28 Og nú _ ó að yður mætti þóknast að líta á mig, ég mun vissulega ekki ljúga upp í opið geðið á yður.

    6:29 Snúið við, fremjið eigi ranglæti, já, snúið við, enn þá hefi ég rétt fyrir mér.

    6:30 Er ranglæti á minni tungu, eða ætli gómur minn greini ekki hvað illt er?

    GOTO NEXT CHAPTER - BIBLE INDEX & SEARCH

    God Rules.NET
    Search 100+ volumes of books at one time. Luther Bible Search Engine. Elberfelder Bible Search Engine. German SCH Bible Search Engine