5:14 Hann svaraði: ,,Nei! heldur er ég fyrirliði fyrir hersveit Drottins. Nú er ég kominn.`` Þá féll Jósúa fram á ásjónu sína til jarðar, laut og sagði: ,,Hvað vilt þú, herra, mæla við þjón þinn?``
5:15 Þá sagði fyrirliðinn fyrir hersveit Drottins við Jósúa: ,,Drag skó þína af fótum þér, því að það er heilagur staður, er þú stendur á!`` Og Jósúa gjörði svo.