Bad Advertisement?

News / Reviews:
  • World News
  • Movie Reviews
  • Book Search

    Are you a Christian?

    Online Store:
  • Visit Our eBay Store



  • ICELANDIC BIBLE - NUMBERS 3

    PREVIOUS CHAPTER - NEXT CHAPTER - HELP


    3:1 Þessir voru niðjar Arons og Móse, þá er Drottinn talaði við Móse á Sínaífjalli.

    3:2 Þessi voru nöfn Arons sona: Nadab frumgetinn og Abíhú, Eleasar og Ítamar.

    3:3 Þessi voru nöfn Arons sona, hinna smurðu presta, sem vígðir voru til prestsþjónustu,

    3:4 en þeir Nadab og Abíhú dóu fyrir augliti Drottins, þá er þeir báru óvígðan eld fram fyrir Drottin í Sínaí-eyðimörk; en þeir áttu enga sonu. Þeir Eleasar og Ítamar þjónuðu því í prestsembætti frammi fyrir Aroni, föður sínum.

    3:5 Drottinn talaði við Móse og sagði:

    3:6 ,,Lát þú ættkvísl Leví koma og leið þú hana fyrir Aron prest, að þeir þjóni honum.

    3:7 Þeir skulu annast það, sem annast þarf fyrir hann, og það, sem annast þarf fyrir allan söfnuðinn fyrir framan samfundatjaldið, og gegna þjónustu í búðinni.

    3:8 Og þeir skulu sjá um öll áhöld samfundatjaldsins og það, sem annast þarf fyrir Ísraelsmenn, og gegna þjónustu í búðinni.

    3:9 Og þú skalt gefa levítana Aroni og sonum hans. Þeir eru honum gefnir af Ísraelsmönnum til fullkominnar eignar.

    3:10 En Aron og sonu hans skalt þú setja til þess að annast prestsembætti, og komi óvígður maður þar nærri, skal hann líflátinn verða.``

    3:11 Drottinn talaði við Móse og sagði:

    3:12 ,,Sjá, ég hefi tekið levítana af Ísraelsmönnum í stað allra frumburða Ísraelsmanna, þá er opna móðurlíf, og skulu levítarnir vera mín eign.

    3:13 Því að ég á alla frumburði. Á þeim degi, er ég laust alla frumburði í Egyptalandi, helgaði ég mér alla frumburði í Ísrael, bæði menn og skepnur. Mínir skulu þeir vera. Ég er Drottinn.``

    3:14 Drottinn talaði við Móse í Sínaí-eyðimörk og sagði:

    3:15 ,,Tel þú sonu Leví eftir ættum þeirra og kynkvíslum. Alla karlmenn mánaðargamla og þaðan af eldri skalt þú telja.``

    3:16 Og Móse taldi þá að boði Drottins, eins og fyrir hann var lagt.

    3:17 Þessir voru synir Leví eftir nöfnum þeirra: Gerson, Kahat og Merarí.

    3:18 Þessi eru nöfn Gersons sona eftir kynkvíslum þeirra: Libní og Símeí.

    3:19 Synir Kahats eftir kynkvíslum þeirra: Amram og Jísehar, Hebron og Ússíel.

    3:20 Synir Merarí eftir kynkvíslum þeirra: Mahelí og Músí. Þessar eru kynkvíslir Leví eftir ættum þeirra.

    3:21 Til Gersons telst kynkvísl Libníta og kynkvísl Símeíta. Þessar eru kynkvíslir Gersóníta.

    3:22 Þeir er taldir voru af þeim _ eftir tölu á öllum karlkyns, mánaðargömlum og þaðan af eldri _ þeir er taldir voru af þeim, voru 7.500.

    3:23 Kynkvíslir Gersóníta tjölduðu að baki búðarinnar, að vestanverðu.

    3:24 Og höfuðsmaður yfir ætt Gersóníta var Eljasaf Laelsson.

    3:25 Það sem Gersons synir áttu að annast í samfundatjaldinu, var búðin og tjaldið, þakið á því og dúkbreiðan fyrir dyrum samfundatjaldsins,

    3:26 forgarðstjöldin og dúkbreiðan fyrir dyrum forgarðsins, sem liggur allt í kringum búðina og altarið, og stögin, sem þar til heyra _ allt sem að því þurfti að þjóna.

    3:27 Til Kahats telst kynkvísl Amramíta, kynkvísl Jíseharíta, kynkvísl Hebróníta og kynkvísl Ússíelíta. Þessar eru kynkvíslir Kahatíta.

    3:28 Eftir tölu á öllum karlkyns, mánaðargömlum og þaðan af eldri, voru þeir 8.600 og höfðu á hendi að annast helgidóminn.

    3:29 Kynkvíslir Kahats sona tjölduðu á hlið við búðina, að sunnanverðu.

    3:30 Og ætthöfðingi yfir kynkvíslum Kahatíta var Elísafan Ússíelsson.

    3:31 Það sem þeir áttu að annast, var örkin, borðið, ljósastikan, ölturun og hin helgu áhöld, er þeir hafa við þjónustugjörðina, og dúkbreiðan og allt, sem að því þurfti að þjóna.

    3:32 Höfðingi yfir höfðingjum levítanna var Eleasar Aronsson prests. Hann hafði umsjón yfir þeim, er höfðu á hendi að annast helgidóminn.

    3:33 Til Merarí telst kynkvísl Mahelíta og kynkvísl Músíta. Þessar eru kynkvíslir Merarí.

    3:34 Og þeir er taldir voru af þeim, eftir tölu á öllum karlkyns, mánaðargömlum og þaðan af eldri, voru 6.200.

    3:35 Ætthöfðingi yfir kynkvíslum Merarí var Súríel Abíhaílsson. Tjölduðu þeir á hlið við búðina, að norðanverðu.

    3:36 Merarí sonum var falin hirðing á þiljuborðum búðarinnar, á slám hennar, stólpum og undirstöðum og öllum áhöldum hennar, og allt sem að því þurfti að þjóna,

    3:37 á stólpum forgarðsins allt í kring og undirstöðum þeirra, hælum og stögum.

    3:38 Fyrir framan búðina, að austanverðu, fyrir framan samfundatjaldið, móti upprás sólar, tjölduðu þeir Móse og Aron og synir hans, og höfðu á hendi að annast helgidóminn, það er annast þurfti fyrir Ísraelsmenn. En komi óvígður maður þar nærri, skal hann líflátinn verða.

    3:39 Allir þeir er taldir voru af levítunum, sem þeir Móse og Aron töldu eftir boði Drottins, eftir kynkvíslum þeirra _ allir karlkyns, mánaðargamlir og þaðan af eldri, voru 22.000.

    3:40 Drottinn sagði við Móse: ,,Tel þú alla frumburði karlkyns meðal Ísraelsmanna, mánaðargamla og þaðan af eldri, og haf þú tölu á nöfnum þeirra.

    3:41 Og þú skalt taka levítana mér til handa _ ég er Drottinn _ í stað allra frumburða meðal Ísraelsmanna, og fénað levítanna í stað allra frumburða af fénaði Ísraelsmanna.``

    3:42 Móse taldi, svo sem Drottinn hafði boðið honum, alla frumburði meðal Ísraelsmanna.

    3:43 Og allir frumburðir karlkyns, eftir nafnatölu, mánaðargamlir og þaðan af eldri, þeir er taldir voru af þeim, voru 22.273.

    3:44 Drottinn talaði við Móse og sagði:

    3:45 ,,Tak þú levítana í stað allra frumburða meðal Ísraelsmanna og fénað levítanna í stað fénaðar þeirra, og skulu levítarnir vera mín eign. Ég er Drottinn.

    3:46 Og að því er snertir lausnargjald þeirra tvö hundruð sjötíu og þriggja, þeirra af frumburðum Ísraelsmanna, sem umfram eru levítana,

    3:47 þá skalt þú taka fimm sikla fyrir hvert höfuð. Eftir helgidómssikli skalt þú taka, tuttugu gerur í sikli.

    3:48 Og þú skalt fá Aroni og sonum hans féð til lausnar þeim, sem umfram eru meðal þeirra.``

    3:49 Og Móse tók lausnargjaldið af þeim, er umfram voru þá, er leystir voru fyrir levítana.

    3:50 Tók hann féð af frumburðum Ísraelsmanna, eitt þúsund þrjú hundruð sextíu og fimm sikla, eftir helgidóms sikli.

    3:51 Og Móse seldi lausnargjaldið Aroni og sonum hans í hendur eftir boði Drottins, svo sem Drottinn hafði boðið Móse.

    GOTO NEXT CHAPTER - BIBLE INDEX & SEARCH

    God Rules.NET
    Search 100+ volumes of books at one time. Luther Bible Search Engine. Elberfelder Bible Search Engine. German SCH Bible Search Engine