145:13 Konungdómur ţinn er konungdómur um allar aldir og ríki ţitt stendur frá kyni til kyns. Drottinn er trúfastur í öllum orđum sínum og miskunnsamur í öllum verkum sínum.
145:14 Drottinn styđur alla ţá, er ćtla ađ hníga, og reisir upp alla niđurbeygđa.
145:15 Allra augu vona á ţig, og ţú gefur ţeim fćđu ţeirra á réttum tíma.
145:16 Ţú lýkur upp hendi ţinni og seđur allt sem lifir međ blessun.
145:17 Drottinn er réttlátur á öllum sínum vegum og miskunnsamur í öllum sínum verkum.
145:18 Drottinn er nálćgur öllum sem ákalla hann, öllum sem ákalla hann í einlćgni.
145:19 Hann uppfyllir ósk ţeirra er óttast hann, og hróp ţeirra heyrir hann og hjálpar ţeim.
145:20 Drottinn varđveitir alla ţá er elska hann, en útrýmir öllum níđingum.
145:21 Munnur minn skal mćla orđstír Drottins, allt hold vegsami hans heilaga nafn um aldur og ćvi.