Bad Advertisement?

News / Reviews:
  • World News
  • Movie Reviews
  • Book Search

    Are you a Christian?

    Online Store:
  • Visit Our eBay Store



  • ICELANDIC BIBLE - PSALMS 90

    PREVIOUS CHAPTER - NEXT CHAPTER - HELP


    90:1 Bæn guðsmannsins Móse. Drottinn, þú hefir verið oss athvarf frá kyni til kyns.

    90:2 Áður en fjöllin fæddust og jörðin og heimurinn urðu til, frá eilífð til eilífðar ert þú, ó Guð.

    90:3 Þú lætur manninn hverfa aftur til duftsins og segir: ,,Hverfið aftur, þér mannanna börn!``

    90:4 Því að þúsund ár eru í þínum augum sem dagurinn í gær, þegar hann er liðinn, já, eins og næturvaka.

    90:5 Þú hrífur þá burt, sem í svefni, þá er að morgni voru sem gróandi gras.

    90:6 Að morgni blómgast það og grær, að kveldi fölnar það og visnar.

    90:7 Vér hverfum fyrir reiði þinni, skelfumst fyrir bræði þinni.

    90:8 Þú hefir sett misgjörðir vorar fyrir augu þér, vorar huldu syndir fyrir ljós auglitis þíns.

    90:9 Allir dagar vorir hverfa fyrir reiði þinni, ár vor líða sem andvarp.

    90:10 Ævidagar vorir eru sjötíu ár og þegar best lætur áttatíu ár, og dýrsta hnossið er mæða og hégómi, því að þeir líða í skyndi og vér fljúgum burt.

    90:11 Hver þekkir styrkleik reiði þinnar og bræði þína, svo sem hana ber að óttast?

    90:12 Kenn oss að telja daga vora, að vér megum öðlast viturt hjarta.

    90:13 Snú þú aftur, Drottinn. Hversu lengi er þess að bíða, að þú aumkist yfir þjóna þína?

    90:14 Metta oss að morgni með miskunn þinni, að vér megum fagna og gleðjast alla daga vora.

    90:15 Veit oss gleði í stað daga þeirra, er þú hefir lægt oss, ára þeirra, er vér höfum illt reynt.

    90:16 Lát dáðir þínar birtast þjónum þínum og dýrð þína börnum þeirra.

    90:17 Hylli Drottins, Guðs vors, sé yfir oss, styrk þú verk handa vorra.

    GOTO NEXT CHAPTER - BIBLE INDEX & SEARCH

    God Rules.NET
    Search 100+ volumes of books at one time. Luther Bible Search Engine. Elberfelder Bible Search Engine. German SCH Bible Search Engine