Bad Advertisement?

News / Reviews:
  • World News
  • Movie Reviews
  • Book Search

    Are you a Christian?

    Online Store:
  • Visit Our eBay Store



  • ICELANDIC BIBLE - PSALMS 91

    PREVIOUS CHAPTER - NEXT CHAPTER - HELP


    91:1 Sæll er sá, er situr í skjóli Hins hæsta, sá er gistir í skugga Hins almáttka,

    91:2 sá er segir við Drottin: ,,Hæli mitt og háborg, Guð minn, er ég trúi á!``

    91:3 Hann frelsar þig úr snöru fuglarans, frá drepsótt glötunarinnar,

    91:4 hann skýlir þér með fjöðrum sínum, undir vængjum hans mátt þú hælis leita, trúfesti hans er skjöldur og verja.

    91:5 Eigi þarft þú að óttast ógnir næturinnar, eða örina, sem flýgur um daga,

    91:6 drepsóttina, er reikar um í dimmunni, eða sýkina, er geisar um hádegið.

    91:7 Þótt þúsund falli þér við hlið og tíu þúsund þér til hægri handar, þá nær það ekki til þín.

    91:8 Þú horfir aðeins á með augunum, sér hversu óguðlegum er endurgoldið.

    91:9 Þitt hæli er Drottinn, þú hefir gjört Hinn hæsta að athvarfi þínu.

    91:10 Engin ógæfa hendir þig, og engin plága nálgast tjald þitt.

    91:11 Því að þín vegna býður hann út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum.

    91:12 Þeir munu bera þig á höndum sér, til þess að þú steytir ekki fót þinn við steini.

    91:13 Þú skalt stíga ofan á höggorma og nöðrur, troða fótum ljón og dreka.

    91:14 ,,Af því að hann leggur ást á mig, mun ég frelsa hann, ég bjarga honum, af því að hann þekkir nafn mitt.

    91:15 Ákalli hann mig, mun ég bænheyra hann, ég er hjá honum í neyðinni, ég frelsa hann og gjöri hann vegsamlegan.

    91:16 Ég metta hann með fjöld lífdaga og læt hann sjá hjálpræði mitt.``

    GOTO NEXT CHAPTER - BIBLE INDEX & SEARCH

    God Rules.NET
    Search 100+ volumes of books at one time. Luther Bible Search Engine. Elberfelder Bible Search Engine. German SCH Bible Search Engine