Bad Advertisement?

News / Reviews:
  • World News
  • Movie Reviews
  • Book Search

    Are you a Christian?

    Online Store:
  • Visit Our eBay Store



  • ICELANDIC BIBLE - ROMANS 9

    PREVIOUS CHAPTER - NEXT CHAPTER - HELP


    9:1 Ég tala sannleika í Kristi, ég lýg ekki. Samviska mín vitnar það með mér, upplýst af heilögum anda,

    9:2 að ég hef hryggð mikla og sífellda kvöl í hjarta mínu.

    9:3 Ég gæti óskað, að mér væri sjálfum útskúfað frá Kristi, ef það yrði til heilla fyrir bræður mína og ættmenn,

    9:4 Ísraelsmenn. Þeir fengu sonarréttinn, dýrðina, sáttmálana, löggjöfina, helgihaldið og fyrirheitin.

    9:5 Þeim tilheyra og feðurnir, og af þeim er Kristur kominn sem maður, hann sem er yfir öllu, Guð, blessaður um aldir. Amen.

    9:6 Það er ekki svo sem Guðs orð hafi brugðist. Því að ekki eru allir þeir Ísraelsmenn, sem af Ísrael eru komnir.

    9:7 Ekki eru heldur allir börn Abrahams, þótt þeir séu niðjar hans, heldur: ,,Afkomendur Ísaks munu taldir verða niðjar þínir.``

    9:8 Það merkir: Ekki eru líkamlegir afkomendur hans Guðs börn, heldur teljast fyrirheitsbörnin sannir niðjar.

    9:9 Því að þetta orð er fyrirheit: ,,Í þetta mund mun ég aftur koma, og þá skal Sara hafa son alið.``

    9:10 Og ekki nóg með það. Því var líka svo farið með Rebekku. Hún var þunguð að tveim sveinum af eins manns völdum, Ísaks föður vors.

    9:11 Nú, til þess að það stæði stöðugt, að ákvörðun Guðs um útvalningu væri óháð verkunum og öll komin undir vilja þess, er kallar,

    9:12 þá var henni sagt, áður en sveinarnir voru fæddir og áður en þeir höfðu aðhafst gott eða illt: ,,Hinn eldri skal þjóna hinum yngri.``

    9:13 Eins og ritað er: ,,Jakob elskaði ég, en Esaú hataði ég.``

    9:14 Hvað eigum vér þá að segja? Er Guð óréttvís? Fjarri fer því.

    9:15 Því hann segir við Móse: ,,Ég mun miskunna þeim, sem ég vil miskunna, og líkna þeim, sem ég vil líkna.``

    9:16 Það er því ekki komið undir vilja mannsins né áreynslu, heldur Guði, sem miskunnar.

    9:17 Því er í Ritningunni sagt við Faraó: ,,Einmitt til þess hóf ég þig, að ég fengi sýnt mátt minn á þér og nafn mitt yrði boðað um alla jörðina.``

    9:18 Svo miskunnar hann þá þeim, sem hann vill, en forherðir þann, sem hann vill.

    9:19 Þú munt nú vilja segja við mig: ,,Hvað er hann þá að ásaka oss framar? Hver fær staðið gegn vilja hans?``

    9:20 Hver ert þú, maður, að þú skulir deila á Guð? Hvort mundi smíðisgripurinn segja við smiðinn: ,,Hví gjörðir þú mig svona?``

    9:21 Eða hefur ekki leirkerasmiðurinn leirinn á valdi sínu, svo að hann megi gjöra úr sama deiginu ker til sæmdar og annað til vansæmdar?

    9:22 En ef nú Guð, sem vildi sýna reiði sína og auglýsa mátt sinn, hefur með miklu langlyndi umborið ker reiðinnar, sem búin eru til glötunar,

    9:23 og ef hann hefur gjört það til þess að auglýsa ríkdóm dýrðar sinnar á kerum miskunnarinnar, sem hann hafði fyrirfram búið til dýrðar?

    9:24 Slík ker erum vér, sem hann hefur kallað, ekki aðeins úr flokki Gyðinga, heldur og úr flokki heiðingja.

    9:25 Eins og hann líka segir hjá Hósea: Lýð, sem ekki var minn, mun ég kalla minn, og þá elskaða, sem ekki var elskuð,

    9:26 og á þeim stað, þar sem við þá var sagt: þér eruð ekki minn lýður, þar munu þeir verða kallaðir synir Guðs lifanda.

    9:27 En Jesaja hrópar yfir Ísrael: ,,Þótt tala Ísraels sona væri eins og sandur sjávarins, þá skulu leifar einar frelsaðar verða.

    9:28 Drottinn mun gjöra upp reikning sinn á jörðunni, binda enda á hann og ljúka við hann í skyndi,``

    9:29 og eins hefur Jesaja sagt: ,,Ef Drottinn hersveitanna hefði ekki látið oss eftir niðja, værum vér orðnir eins og Sódóma, vér værum líkir Gómorru.``

    9:30 Hvað eigum vér þá að segja? Heiðingjarnir, sem ekki sóttust eftir réttlæti, hafa öðlast réttlæti, _ réttlæti, sem er af trú.

    9:31 En Ísrael, sem vildi halda lögmál er veitt gæti réttlæti, náði því ekki.

    9:32 Hvers vegna? Af því að þeir ætluðu sér að réttlætast með verkum, ekki af trú. Þeir hnutu um ásteytingarsteininn,

    9:33 eins og ritað er: Sjá ég set í Síon ásteytingarstein og hrösunarhellu. Sérhver, sem á hann trúir, mun ekki verða til skammar.

    GOTO NEXT CHAPTER - BIBLE INDEX & SEARCH

    God Rules.NET
    Search 100+ volumes of books at one time. Luther Bible Search Engine. Elberfelder Bible Search Engine. German SCH Bible Search Engine