2:1 Þessir voru synir Ísraels: Rúben, Símeon, Leví og Júda, Íssakar og Sebúlon,
2:2 Dan, Jósef og Benjamín, Naftalí, Gað og Asser.
2:3 Synir Júda: Ger, Ónan og Sela, þrír að tölu, er dóttir Súa, kanverska konan, ól honum. En Ger, frumgetinn sonur Júda, var vondur fyrir augliti Drottins, svo að Drottinn lét hann deyja.
2:4 Tamar tengdadóttir hans ól honum Peres og Sera. Synir Júda voru alls fimm.
2:5 Synir Peres: Hesron og Hamúl.
2:6 Synir Sera: Simrí, Etan, Heman, Kalkól og Dara _ fimm alls.
2:7 Synir Karmí: Akar, sá er steypti Ísrael í ógæfu með því að fara sviksamlega með hið bannfærða.
2:8 Og synir Etans: Asarja.
2:9 Og synir Hesrons, er fæddust honum: Jerahmeel, Ram og Kelúbaí.
2:10 Ram gat Ammínadab, og Ammínadab gat Nahson, höfuðsmann Júdamanna.
2:11 Nahson gat Salma, Salma gat Bóas,
2:12 Bóas gat Óbeð, Óbeð gat Ísaí.
2:13 Ísaí gat Elíab frumgetning sinn, þá Abínadab, Símea hinn þriðja,
2:14 Netaneel hinn fjórða, Raddaí hinn fimmta,
2:15 Ósem hinn sjötta, Davíð hinn sjöunda.
2:16 Og systur þeirra voru þær Serúja og Abígail, og synir Serúju voru: Abísaí, Jóab og Asahel, þrír að tölu.
2:17 En Abígail ól Amasa, og faðir Amasa var Jeter Ísmaelíti.
2:18 Kaleb, sonur Hesrons, gat börn við Asúbu konu sinni og við Jeríót. Þessir voru synir hennar: Jeser, Sóbab og Ardon.
2:19 Og er Asúba andaðist, gekk Kaleb að eiga Efrat og ól hún honum Húr,
2:20 en Húr gat Úrí og Úrí gat Besaleel.
2:21 Síðan gekk Hesron inn til dóttur Makírs, föður Gíleaðs, og tók hana sér fyrir konu. Var hann þá sextíu ára gamall. Hún ól honum Segúb.
2:22 Og Segúb gat Jaír. Hann átti tuttugu og þrjár borgir í Gíleaðlandi.
2:23 En Gesúrítar og Sýrlendingar tóku Jaírs-þorp frá þeim, Kenat og þorpin þar í kring, sextíu borgir alls. Allir þessir voru niðjar Makírs, föður Gíleaðs.
2:24 Og eftir andlát Hesrons í Kaleb Efrata ól Abía kona hans honum Ashúr, föður Tekóa.
2:25 Synir Jerahmeels, frumgetins sonar Hesrons: Ram, frumgetningurinn, og Búna, Óren, Ósem og Ahía.
2:26 En Jerahmeel átti aðra konu, er Atara hét. Hún var móðir Ónams.
2:27 Synir Rams, frumgetins sonar Jerahmeels: Maas, Jamín og Eker.
2:28 Og synir Ónams voru: Sammaí og Jada; og synir Sammaí: Nadab og Abísúr.
2:29 En kona Abísúrs hét Abíhaíl. Hún ól honum Akban og Mólíd.
2:30 Og synir Nadabs voru: Seled og Appaím, en Seled dó barnlaus.
2:31 Og synir Appaíms: Jíseí, og synir Jíseí: Sesan, og synir Sesans: Ahelaí.
2:32 Og synir Jada, bróður Sammaí: Jeter og Jónatan, en Jeter dó barnlaus.
2:33 Og synir Jónatans voru: Pelet og Sasa. Þessir voru niðjar Jerahmeels.
2:34 Og Sesan átti enga sonu, heldur dætur einar. En Sesan átti egypskan þræl, er Jarha hét.
2:35 Og Sesan gaf Jarha þræli sínum dóttur sína fyrir konu, og hún ól honum Attaí.
2:36 Og Attaí gat Natan, Natan gat Sabat,
2:37 Sabat gat Eflal, Eflal gat Óbeð,
2:38 Óbeð gat Jehú, Jehú gat Asarja,
2:39 Asarja gat Heles, Heles gat Eleasa,
2:40 Eleasa gat Sísemaí, Sísemaí gat Sallúm,
2:41 Sallúm gat Jekamja og Jekamja gat Elísama.
2:42 Synir Kalebs, bróður Jerahmeels: Mesa, frumgetinn sonur hans _ hann var faðir Sífs _ svo og synir Maresa, föður Hebrons.
2:43 Synir Hebrons voru: Kóra, Tappúa, Rekem og Sema.
2:44 Og Sema gat Raham, föður Jorkeams, og Rekem gat Sammaí.
2:45 En sonur Sammaí var Maon, og Maon var faðir að Bet Súr.
2:46 Og Efa, hjákona Kalebs, ól Haran, Mósa og Gases, en Haran gat Gases.
2:47 Synir Jehdaí: Regem, Jótam, Gesan, Pelet, Efa og Saaf.
2:48 Maaka, hjákona Kalebs, ól Seber og Tírkana.
2:49 Og enn ól hún Saaf, föður Madmanna, Sefa, föður Makbena og föður Gíbea, en dóttir Kalebs var Aksa.
2:50 Þessir voru synir Kalebs. Synir Húrs, frumgetins sonar Efrata: Sóbal, faðir að Kirjat Jearím,
2:51 Salma, faðir að Betlehem, Haref, faðir að Bet Gader.
2:52 Og Sóbal, faðir að Kirjat Jearím, átti fyrir sonu: Haróe, hálft Menúhót
2:53 og ættirnar frá Kirjat Jearím, svo og Jítríta, Pútíta, Súmatíta og Mísraíta. Frá þeim eru komnir Sóreatítar og Estaólítar.
2:54 Synir Salma: Betlehem og Netófatítar, Atarót, Bet Jóab og helmingur Manatíta, það er Sóreíta,
2:55 og ættir fræðimannanna, er búa í Jabes, Tíreatítar, Símeatítar og Súkatítar. Þetta eru Kínítar, er komnir eru frá Hammat, föður Rekabs ættar.